is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33150

Titill: 
  • Innleiðing þjóðréttarsamninga í íslenskum rétti
  • Titill er á ensku Incorporation of International Treaties in Icelandic Law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er gerð könnun á framkvæmd við innleiðingu þjóðréttarsamninga á Íslandi, farið er yfir stöðu þjóðaréttar í íslenskum rétti og gildandi reglur á sviði utanríkismála. Þá er framkvæmd við innleiðingu lýst, frá samningsgerð og fullgildingu samnings til lagabreytinga og annarra aðgerða sem framkvæmdar eru í því skyni að uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins samkvæmt viðkomandi samningi. Sjö þjóðréttarsamningar sem Ísland hefur gerst aðili að undanfarna fimm áratugi eru teknir sérstaklega til skoðunar og innleiðingarferli þeirra lýst skref fyrir skref.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að innleiðingarferlið er að stærstum hluta ólögfest og framkvæmdin hefur verið með ýmsu sniði. Tveimur meginaðferðum hefur verið beitt við innleiðingu, það er aðlögun laga og lögfesting samnings, þó einnig sé hægt að greina aðrar aðferðir.
    Framkvæmd við fullgildingu samninga hefur einnig verið óskýr og oft ófullnægjandi, samningar hafa reglulega verið fullgiltir en ekki innleiddir að fullu fyrr en löngu síðar, jafnvel þó efni þeirra kalli á breytingar á landslögum.
    Ófullnægjandi innleiðing samninga hefur í för með sér réttaróvissu og getur sett dómstóla í erfiða stöðu en þeir hafa gefið óinnleiddum samningum mismikið vægi. Á síðustu árum virðast stjórnvöld vera farin að vanda betur til verka við innleiðingu, til dæmis með því að kanna betur fyrirfram hvort samningar kalli á lagabreytingar. Hins vegar byggir ferlið ennþá á óskráðum reglum og getur verið ófyrirsjáanlegt.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay describes how international treaties are incorporated into Icelandic law, it discusses the status of international law in Iceland and rules regarding international affairs. The execution of implementation is examined in detail, from the making of the agreement and its ratification to subsequent changes in domestic legislation and other measures which are taken with the aim of fulfilling the states obligations according to the international agreement. Specifically, seven international agreements are examined and the process of their implementation into Icelandic law is illustrated.
    The main findings of this research are that the process of incorporation is generally unregulated and execution thereof has been inconsistent. In general, two methodologies have been used; i.e. adaptation of domestic law and full incorporation into domestic law (that is when the whole treaty is given force of law), though other methods have also been applied.
    The process of agreement ratification has also been unclear and sometimes insufficient, treaties have been ratified without being fully implemented until much later, even though their content calls for a change in domestic legislation.
    Imperfect incorporation of treaties can create legal uncertainty and prove troublesome for domestic courts, which have given a varying degree of significance to unincorporated agreements. In recent years the government seems to take better care of the incorporation of treaties, for example by making a more thorough examination beforehand of necessity for change in domestic legislation stemming from the new obligations. However, the process is still based on unwritten rules and can be unpredictable.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna_ML_2019.pdf626,57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna