is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33154

Titill: 
  • Líkamsleit á frelsissviptum einstaklingum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið „Líkamsleit á frelsissviptum einstaklingum“. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvort framkvæmd líkamsleitar á frelsissviptum einstaklingum á Íslandi sé í samræmi við 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við pyndingum, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Efni ritgerðarinnar afmarkaðist við einstaklinga sem afplána refsivist í fangelsi, einstaklinga sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald, handtekna einstaklinga og loks einstaklinga sem nauðungarvistaðir hafa verið á sjúkrahúsi. Til þess að varpa ljósi á þær reglur sem gilda um framkvæmd líkamsleitar í þessum aðstæðum var sjónum beint að fræðiritum og dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu. Þá var til skoðunar Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, auk þeirra lagareglna, lögskýringargagna og reglugerða sem varða líkamsleit á einstaklingum í þessum aðstæðum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru í stuttu máli þær að framkvæmd líkamsleitar á föngum er ekki í fullu samræmi við 3. gr. MSE að mati höfundar. Þá er það ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að Fangelsismálastofnun hafi ekki sett sér skriflegar verklagsreglur um framkvæmd líkamsleitar, þrátt fyrir að ekki sé um brot á stjórnarskránni eða almennum lögum að ræða. Í ljósi þess að ekki er gerður greinarmunur á almennum föngum og gæsluvarðhaldsföngum við framkvæmd líkamsleitar var það niðurstaða höfundar að framkvæmdin væri ekki í fullu samræmi við 3. gr. MSE. Við skoðun á íslenskri dómaframkvæmd kom í ljós að framkvæmd líkamsleitar á handteknum mönnum hefur verið talin niðurlægjandi. Í ritgerðinni rökstyður höfundur þá skoðun sína að í ákveðnum tilvikum hafi líkamsleit lögreglu einnig falið í sér vanvirðandi meðferð í skilningi 3. gr. MSE. Að mati höfundar var ekkert sem benti til þess að framkvæmd líkamsleitar á nauðungarvistuðum einstaklingum væri í andstöðu við 3. gr. MSE. Hins vegar vakti höfundur athygli á því að Landspítalinn hefði ekki nægilega skýra heimild í lögum til þess að framkvæma líkamsleit á nauðungarvistuðum einstaklingum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is titled „Body search on persons deprived of their liberty“. With this thesis, the author seeks to examine whether the execution of body search on persons deprived of their liberty in Iceland is in accordance with Article 3 of the European Convention on Human Rights, on the prohibition of torture and other inhuman or degrading treatment or punishment. The subject of this thesis was limited to persons serving a sentence in prison, remand prisoners, arrested persons and finally persons whom have been involuntarily committed. To shed light on this subject, special attention was given to academic publications and the judgement of the European Court of Human Rights. Furthermore, the author examined the Constitution of the Republic of Iceland, as well as legislations, preparatory works and regulations concerning body search on persons deprived of their liberty. To summarize the results, it was the author’s opinion that the execution of body search on prisoners was not fully in accordance with Article 3 of the European Convention on Human Rights. Furthermore, prison authorities had not implemented written procedures on execution of body search, which in the authors opinion, is not in accordance with good administrative practices. Since there is no distinction between prisoners in custody and prisoners in general while executing a body search, the author came to the conclusion that the execution was not in compliance with Article 3 of the European Convention on Human Rights. When examining the district courts and the Supreme Court of Iceland´s judgements it came clear that there are examples of cases where body searches on arrested persons have been considered degrading. In this thesis the author substantiated that in some of the cases the body search had also been in contrast to Article 3 of the European Convention on Human Rights. It is the author’s opinion that there is no evidence to support that the execution of body searches on persons whom have been involuntarily committed is in breach of Article 3 of the European Convention on Human Rights. On the other hand, the author pointed out that Landspítalinn does not have a clear authorization according to law to execute a body search on persons deprived of their liberty.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33154


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
likamsleit_final.pdf941.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
jakob.pdf429.26 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna