is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33155

Titill: 
 • Tölvubrot : heimfærsla til refsiákvæða íslenskra laga og rannsóknarúrræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tölvubrot eru gríðarlega viðamikil brotastarfsemi sem beinist að fjölbreyttum hagsmunum. Til tölvubrota telst allt frá dreifingu á barnaníðsefni og stafrænu kynferðisofbeldi til tölvuinnbrota og persónuþjófnaðar. Með lögum nr. 30/1998 voru ýmsar breytingar gerðar á almennum hegningarlögum sem mæla fyrir um refsinæmi nánar tiltekinna tölvubrota. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá lögfestingu laganna hvað varðar framför á sviði tölvutækninnar. Því er markmið með ritgerð þessari að kanna hvort tími sé til kominn á lagabreytingar á refsilöggjöf vegna þróunar þeirrar sem þessi brotategund hefur tekið. Farið er yfir helstu tegundir tölvubrota, greint frá umfangi þeirra, hvað í þeim felst og þau heimfærð undir refsiákvæða íslenskra laga. Í þeirri umfjöllun er meðal annars litið til þeirra dómsmála sem komið hafa upp hér á landi er varða tölvubrot. Tölvubrot eru í eðli sínu landamæralaus og er því vikið stuttlega að álitaefnum tengdri refsilögsögu. Jafnframt er litið til þeirra rannsóknarúrræða sem koma til greina við rannsókn á tölvubrotum og leitast við að svara því hvort heimild til beitingar slíkra úrræða sé almennt fullnægjandi.
  Höfundur telur að refsiákvæði íslenskra laga nái almennt utan um þá háttsemi sem felst í tölvubrotum. Þó getur sú löggjöf verið skýrari og telja má að tímabært sé að endurskoða tiltekin ákvæði sérstaklega í ljósi þess hversu algeng tölvubrot eru orðin. Lagaheimildir löggæsluaðila til rannsókna á brotunum eru almennt fullnægjandi. Engu að síður er mikilvægt að tryggja að úrræði þau sem standa til boða til að fyrirbyggja og rannsaka tölvubrot séu á borði en ekki bara í orði. Þannig er nauðsynlegt að lögreglan hafi nægilega þekkingu og færni á sviði tölvutækninnar og er alþjóðlegt samstarf við aðra löggæsluaðila, stofnanir sem og einkaaðila, lykilþáttur í baráttunni gegn tölvubrotum.

 • Útdráttur er á ensku

  Cybercrime is a vastly extensive criminal activity that is directed at various interests. Cybercrime is everything from distributing child pornography and digital sexual harassment to hacking and identity theft. Serval amendments were made to the Icelandic General Penal Code with act no. 30 of 1998 that stipulates punishment for criminal conduct that is related to the use of computers. The development of computer technology since then has been immense. Therefore, the aim of this thesis is to inspect if it is timely to revise the criminal legislation in regard to the tremendous expansion and growth of which has been the case of cybercrime. The topic for this paper is examining the major types of cybercrime, their extent and the application of law to said conduct. Case-law is a key focus regarding that subject. Cybercrimes are transnational crimes, therefore issues concerning criminal jurisdiction will be addressed briefly. Furthermore, the subject matter is examining the ability and availability of law enforcement resource to investigate cybercrime.
  In conclusion, the legislation surrounding cybercrime is for the most part adequate. However, the current legal provisions are unnecessarily complex and considering how extensive cybercrime has become, it is timely to amend certain provisions. Moreover, it is the conclusion of this thesis that the current legislation provides law enforcement with sufficient warrants to investigate cybercrimes. Nonetheless it is essential that the law enforcement take advantage of said resources and acquire knowledge and capability when it comes to computer technology. Establishing cooperation with other law enforcement agencies and both public and private organization is crucial in the fight against cybercrime.

Samþykkt: 
 • 21.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tolvubrot - Kristjan Agust Flygenring Petursson.pdf1.16 MBLokaður til...01.01.2021HeildartextiPDF
kristjanagustnytt.pdf424.98 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna