is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33156

Titill: 
  • Á að lögfesta skyldu til bólusetninga barna á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um bólusetningar barna gegn alvarlegum smitsjúkdómum, mikilvægi bólusetninga og þá staðreynd að bólusetningar eru bæði mikilvægar þeim börnum sem eru bólusett og börnum sem af einhverjum ástæðum, oftast læknisfræðilegum, má ekki bólusetja, eða sem vegna of ungs aldurs hafa ekki verið bólusett. Með bólusetningum tókst að draga verulega úr ungbarnadauða sem var mikill langt fram á 20. öldina. Árangurinn náðist m.a. með lögfestingu skyldu til bólusetninga. Á lögmæti skyldunnar reyndi fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í byrjun 20. aldar og var niðurstaðan sú að lagaskylda væri heimil. Fordæmisgildi þessara dóma er þó takmarkað. Hjá Evrópudómstólnum bíða nokkur mál þar sem reynir á hvort lagaskylda til bólusetninga standist 8. gr. Mannréttindasáttmálans. Álit Mannréttindanefndarinnar í málinu Association of Parents gegn Bretlandi þar sem á reyndi hvort bólusetningaátak stæðist 2. gr. Mannréttindasáttmálans er að mati höfundar vísbending um að dómstóllinn muni telja lagaskyldu rúmast innan 8. greinarinnar, en mögulega þó með fyrirmælum um að setja þurfi upp bótakerfi vegna afleiðinga, sbr. álit Mannréttindanefndarinnar í málinu Baytüre g. Tyrklandi.
    Rannsóknarspurningin er hvort lögfesta þurfi skyldu til bólusetninga ungbarna hér á landi. Í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði byggir m.a. á 3. gr. Barnasáttmálans sem geymir regluna um það sem barninu er fyrir bestu og er hún ein af grundvallarreglum hans. Höfundur telur að ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar geri það beinlínis skylt að lögfesta skyldu til bólusetninga ef hjarðónæmi alvarlegra smitsjúkdóma fer niður fyrir öryggismörk.
    Þó það sé niðurstaða höfundar að það geti beinlínis orðið skylt að grípa til lagaskyldu til bólusetninga þá er það einnig niðurstaða höfundar að miðað við stöðuna hér á landi nú um stundir sé skynsamlegra að efla bólusetningar með öðrum leiðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to shed light on the importance of children’s vaccination. Vaccinations are essential for herd immunity and children who cannot be vaccinated due to young age or ill health. Vaccinations are a dominant factor in the considerable decrease in infant mortality during the 20th century. The legality of mandatory vaccination was fought before the US Supreme Court early in the 20th century. The Court ruled that mandatory provisions are acceptible. Several cases on the same question are at present pending before The European Court of Human Rights. In all cases it is claimed that mandatory vaccinations are a violation of Article 8 of the European Convention on Human Rights. The author finds it likely that mandatory vaccination will be found to be within the scope of Art. 8 and refers to the decision in the case Association of Parents v. UK, possibly with recommendation on the presence of a system to cover vaccine damages, see Baytüre vs Turkey.
    The hypothesis is whether mandatory vaccinations for children should be adopted in Iceland. Para. 3 of Art. 76 of the Icelandic Constitution, as amended in 1995 demands that children shall by law be given all protection and care that their well-being requests. This provision is partly based on Art. 3 of the UN Convention of the Rights of the Child which stipulates that the best interest of the child needs always be the focal point. The author therefore claims that mandatory vaccinations for children need to be adopted if heard immunity becomes critical.
    Despite the fact that the author's conclusion is that adopton of mandatory immunization could under certain circumstances become an obligation the author primarily recommends that in present situation less invasive measures should be focused on.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-SKILSKIL.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokuð ritgerð.pdf399.96 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna