is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33158

Titill: 
 • Áhrif laga sem fela í sér valdframsal til alþjóðastofnana vegna EES-samningsins
 • Titill er á ensku The effects of laws that involve the delegation of powers to international organizations on the basis of the EEA Agreement
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum tveimur áratugum hefur sérstofnunum ESB fjölgað verulega. Nokkrar þeirra gegna hlutverki á hinum innri markaði og hafa þar af leiðandi þýðingu fyrir EES-samninginn. Mörgum þessara stofnanna hefur verið fengið vald til að taka bindandi ákvarðanir fyrir einstaklinga og lögaðila í aðildarríkjunum. Óumdeilt er að slíkar ákvarðanir fela í sér valdframsal til alþjóðastofnana. Í allmörgum ritgerðum hefur verið fjallað um það álitamál hvort, eða að hvaða marki, íslenska ríkið geti framselt ríkisvald til alþjóðastofnana sem leiða af skuldbindingum á grundvelli EES-samningsins og hvernig stjórnskipulegum heimildum slíks framsals er háttað. Þar að auki er til mikið magn fræðirita um sama efni. Í þessari ritgerð eru ótroðnar slóðir fetaðar og höfundur reynir, eftir fremsta megni, að varpa nýju ljósi á þetta viðfangsefni. Þannig er megintilgangur ritgerðarinnar að gera grein fyrir áhrifum laga sem fela í sér valdframsal til alþjóðastofnana á grundvelli EES-samningsins og fjalla ítarlega um þessi lög. Er verið að beita þeim í framkvæmd og ef svo er ekki þá verður lagt mat á líkur þess að þeim verði beitt. Auk þess verður skoðað hver getur beitt þessum lögum, við hvaða kringumstæður og að hverjum þær ákvarðanir sem í lögunum felast geta beinst að.
  Í ritgerðinni er þeim gerðum sem komið hafa til álita í tengslum við framsal valds til alþjóðastofnana gerð greinargóð skil. Þannig er fjallað um framsal valds, m.a. á sviði samkeppnismála, flugöryggis, og persónuverndar. Í meginatriðum er niðurstaðan sú að í staðinn fyrir stofnanir ESB, þá er ESA yfirleitt fengnar valdheimildir til þess að taka bindandi ákvarðanir gagnvart EFTA-ríkjunum. Eru þessar valdheimildir þá yfirleitt í formi sektarákvæða eða bindandi ákvarðana þegar landsbundin eftirlitsyfirvöld hafa ekki getað komist að samkomulagi um tiltekið efni. Þá hefur ESA aðeins þurft að beita þessum valdheimildum tvisvar sinnum, í báðum tilvikum gagnvart norskum fyrirtækjum.

 • Útdráttur er á ensku

  In the past two decades, the number of EU specialized institutions has increased significantly. Some of these institutions play a part in the internal market and therefore have significance for the EEA-agreement. Many of these institutions have been given powers to make decisions that are binding for individuals and legal persons in the Member States. Numerous papers have dealt with the issue of whether or to what extent the Icelandic Government can delegate state authority to international organizations that derive from obligations under the EEA Agreement and how the constitutional powers of such extradition are governed. In addition, there is a large amount of scholarly literature on the same subject. In this thesis the author tries to shed new light on this subject. Thus, the main purpose of the thesis is to explain the effects of laws that involve the delegation of powers to international organizations on the basis of the EEA Agreement, and to discuss these sources in detail, that is, who they are, who can use them, in which circumstances and to whom they are directed at.
  In addition, this thesis examines whether these sources have been implemented, and if not, assess the likelihood of them being applied. The thesis gives a clear understanding of the types of actions that have been considered in connection with the transfer of power to international organizations. ESA is usually empowered to take binding decisions against the EFTA States instead of EU institutions. These decisions are usually in the form of a fine or a binding decision when national regulatory authorities have not been able to reach agreement on a particular subject. It is noteworthy to mention that ESA has only used these powers twice and in both instances they were directed at Norway.

Samþykkt: 
 • 21.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML.ritgerð í lögfræði.2019.pdf864.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna