is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33161

Titill: 
 • Samræmt evrópskt fjármálaeftirlit : áhrif Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) á mótun, túlkun og framkvæmd löggjafar og eftirlits á sviði verðbréfamarkaðsréttar á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst árið 2007 kom Evrópusambandið á fót evrópsku eftirlitskerfi á fjármálamarkaði er samanstóð af þremur eftirlitsstofnunum auk kerfisáhætturáðs og tóku stofnanirnar til starfa hinn 1. janúar 2011. Ein þeirra stofnana sem komið var á fót er Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA). Markmið þessarar ritgerðar er að skoða samræmt evrópskt fjármálaeftirlit með áherslu á samræmt eftirlit með verðbréfamörkuðum. Líkt og titill ritgerðarinnar ber með sér er leitast við að svara þeirri spurningu hvaða áhrif ESMA hefur á mótun, túlkun og framkvæmd löggjafar á sviði verðbréfamarkaðsréttar og á eftirlit með verðbréfamarkaðnum hér á landi.
  Til að svara því koma til skoðunar þær breytingar sem tilkoma ESMA hefur haft í för með sér, svo sem með heimildum til reglusetningar, beinni ákvarðanatöku ESMA gagnvart stjórnvöldum og markaðsaðilum, auknum eftirlits- og rannsóknarheimildum og mögulegri aðkomu íslenskra eftirlits- og markaðsaðila að starfsemi ESMA. Í ljósi þess að reglugerðirnar um evrópsku eftirlitsstofnanirnar fela í sér framsal valds til alþjóðlegra stofnana er einnig vikið að því hvernig staðið var að upptöku og aðlögun gerðanna í EES-samninginn og innleiðingu þeirra í íslenskan rétt.
  Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif ESMA hér á landi séu töluverð. Helst má telja áhrifa ESMA gæta í störfum Fjármálaeftirlitsins, svo sem með þátttöku þess í fastanefndum og eftirlitsstjórn ESMA auk þess sem á Fjármálaeftirlitinu hvílir víðtæk skylda til gagnaskila og upplýsingagjafar gagnvart ESMA. Þá getur ESMA beitt ýmsum heimildum gagnvart Fjármálaeftirlitinu hvað varðar til að mynda brot á sambandslöggjöf og við þær aðstæður þegar um neyðarástand er að ræða.
  Með tilliti til markaðsaðila má aftur á móti telja að áhrif ESMA felist aðallega í reglusetningu stofnunarinnar. Ætla má það mikla áskorun fyrir markaðsaðila að fylgja því umfangsmikla regluverki sem frá stofnuninni kemur, til að mynda í formi tæknilegra eftirlits- og framkvæmdarstaðla eða sérlaga, að halda sér upplýstum um nýja löggjöf og aðlaga starfsemi sína að sífellt auknum kröfum.

Samþykkt: 
 • 21.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_lokaskjal_Sigrún Magnús.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna