is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33162

Titill: 
 • Staðgreiðsla opinberra gjalda - ábyrgð launagreiðanda : keðjuábyrgð
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Með til komu keðjuábyrgðar launa á íslenskan vinnumarkað hefur ábyrgð launa, sem alla jafna liggur hjá vinnuveitanda sem er í samningssambandi við launþega, verið færð á notendafyrirtæki sem ekki er í beinu samningssambandi við launþega. Upptaka keðjuábyrgðar launa á rætur sínar að rekja til tilskipunar Evrópusambandsins 2014/67/EU en þar var heimildarákvæði um keðjuábyrgð launa og réttinda ákveðinna starfsmanna í afmarkaðri atvinnugrein tryggð. Við innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins í íslenskan rétt var kveðið á um víðtækari ábyrgð heldur en tilskipunin segir til um. Um er að ræða nýjung á íslenskum vinnumarkaði en víðtækt samráð var haft milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins við þær lagabreytingar sem voru gerðar sumarið 2018. Fyrir liggur frumvarp til breytinga á lögum um opinber innkaup en í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til þess að krefjast keðjuábyrgðar launa starfsmanna vegna verksamninga við hið opinbera. Vegna ákvæða í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda kann hins vegar sá sem gengst undir keðjuábyrgð einnig að vera skylt að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda og skila til ríkissjóðs. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á ábyrgð keðjuábyrgðaraðila eða notendafyrirtækis gagnvart hinu opinbera þegar kemur að staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launagreiðslna. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvernig keðjuábyrgð tengist skattarétti og hvort skilaskylda staðgreiðslu launagreiðanda hvíli á þeim aðila sem vegna keðjuábyrgðar er látin bera ábyrgð á launagreiðslum þess launagreiðanda sem hann gengst í ábyrgð fyrir?
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um skattarétt og skatteftirlit en farið verður sérstaklega yfir þær heimildir sem skattyfirvöld hafa til þess að meta samninga milli skattaðila í skattalegu tilliti og í síðari hlutanum er fjallað um átak stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins gegn félagslegum undirboðum, skattsvikum, skattundanskotum og kennitöluflakki með upptöku keðjuábyrgðar í íslenskan rétt. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að sá aðili sem vegna keðjuábyrgðar er látin gangast undir ábyrgð launa ber skyldur launagreiðanda og sem slíkum skal hann halda eftir staðgreiðslu og skila til ríkissjóðs.

 • Útdráttur er á ensku

  With adoption of a chain guarantee for wages to the Icelandic labor market, the responsibility for wages which usually lies with an employer who is in a contractual relationship with employees has been transferred to a user company that is not directly contracted with the employee. The adoption of a wage chain guarantee is originated from the EU Directive 2014/67/EU, which ensured the provision of clauses on the chain guarantee of wages and the rights of certain employees in the defined sector. The adoption of the European Union directive in Icelandic law provided for a broader responsibility than the Directive states. This is a novelty to the Icelandic labor market, but extensive negotiations were held between the government and the social partners, including labor unions and Confederation of the Icelandic Enterprises, on the legislative changes that were made in the summer of 2018. A bill for amendments to the Act on Public Procurement has been submitted for Alþingi, the national parliament of Iceland. The bill includes provisions regarding authorization to demand a chain guarantee of wages of employees for public contracts. However, due to the provisions of the Act on Deduction of Public Fees at source, the party who undergoes a chain guarantee may also be obliged to deduct and withhold income taxes and public fees public fees of wages paid and return it to the Treasury. The aim of the thesis is to shed light on the responsibility of the chain guarantor or the user company in the relation to the government when it comes to deduction and withholding public fees due to wage payment obligations. In the thesis, the questions will be answered, how chain guarantee is related to tax law, and whether the employers responsibility to deduct and withhold public fees can be transferred to the party who, because of a chain guarantee, is responsible for the wage payments of the employer whom he is responsible for?
  The first part of the thesis deals with tax law and tax enforcement, but with special emphasis will be given to the powers that tax authorities have to evaluate agreements between entities from taxation perspective and in the second part, the government and the social partners' efforts against social dumping, tax fraud, tax avoidance and multiple employer identification number changes are discussed with the introduction of a chain guarantee in Icelandic law. The main conclusion of the thesis is that the party who, because of the chain guarantee, is subjected to wages payments is responsible as an employer and as such the party shall deduct and withhold income taxes and public fees public fees and return to the Treasury

Samþykkt: 
 • 21.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SVD ML-ritgerd kedjuabyrgd FINAL.pdf559.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna