is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33163

Titill: 
  • Fjárskipti milli sambúðarfólks : hvað þarf til svo að dómstólar beiti helmingaskiptareglu?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er fjárskipti sambúðarfólks við slit óvígðrar sambúðar. Rannsóknarspurningin snýr að helmingaskiptareglu dómstóla. Spurt er hvað þurfi til svo að dómstólar beiti reglunni við uppgjör fjárskipta sambúðarfólks? Engin sérstök lög gilda hér á landi um fjármál fólks í óvígðri sambúð. Því hefur það komið í hlut dómstóla að móta þær efnisreglur sem gilda um fjárskipti við sambúðarslit sambúðarfólks. Markmið ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvað þurfi til svo að dómstólar beita helmingaskiptum við fjárskipti sambúðarfólks. Dómaframkvæmd var því skoðuð til að greina þann grundvöll sem helmingaskipti hafa miðast við. Úrlausnir dómstóla hafa tekið breytingum og með tímanum þróast tilteknar viðmiðunarreglur um fjárskipti við sambúðarslit sambúðarfólks. Af dómaframkvæmd má ráða að dómstólar leggja heildstætt mat á atvik máls hverju sinni. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda þannig til þess að mat á helmingaskiptum er atvikabundið og við matið virðist ekki stuðst við einn almennan og hlutlægan mælikvarða. Þannig hafa dómstólar ekki mótað algilda reglu eða einhlít viðmið um það hvenær eða með hvaða hætti slík helmingaskipti koma til greina. Við úrlausn þessara mála er tekið tillit til þeirra fjölmörgu þátta og sjónarmiða sem einkenna hvert og eitt samband. Hæstiréttur hefur nýlega afmarkað þau atriði sem ráða oft úrslitum og tekið er tillit til við mat á myndun sameignar. Þau atriði eru af margvíslegum toga svo sem lengd sambúðar, eignastaða aðila við upphaf sambúðar, eignamyndun á sambúðartíma, fjölskylduhagir, þar með talið tilkoma sameiginlegra barna, svo og hvort aðilar hafi haft fjárhagslega samstöðu á sambúðartíma. Af dómum virðist ótvírætt mega ráða að eftir því sem fleiri atriði eru uppfyllt í sambúðinni þá aukist líkurnar á helmingaskiptum.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is the financial division between cohabiters upon the conclusion of their union. The research question pertains to the court’s principle of equal division. The question is what is needed for the courts to exercise this principle upon the settlement of the financial division between cohabiters? No special law prevails in Iceland regarding the finances of cohabiters. Hence, it has fallen into the hands of the courts to formulate such principles regarding the financial division upon the dissolution of cohabitation. The objective of this thesis is to examine what is needed in order for the courts to exercise a principal of equal division upon the dissolution of cohabitation. Hence, case law was examined for the purpose of defining the grounds upon which the principal of equal division has been based. The court’s solutions have developed and time has seen the development of certain criteria regarding the financial division upon the dissolution of cohabitation. Case law shows that the courts place an overall assessment on the circumstances of every single instance. The main conclusions of this thesis thus indicate that assessing equal division is circumstantial and that upon assessment there is not focus on any single general and objective criteria. Thus the courts have not formulated any absolute principle or any clear criteria on when or how such equal division may be considered. In resolving such matters, consideration is shown to the various factors and views that characterize each and every instance of cohabitation. The Supreme Court recently defined the factors that are frequently important when resolving cases, taking into account an assessment of the formulation of joint property. Such factors are of various nature, including the length of cohabitation, the parties asset position at the beginning of their cohabitation, the formulation of assets during the period of cohabitation, the family situation, including the existence of their joint children, as well as whether there was financial solidarity between the parties during their time of union. It may be clearly determined on grounds of court rulings that the more factors that are fulfilled during the cohabitation renders it more likely for the principle of equal division being exercised.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKJAL-SKEMMAN-2019.pdf673.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna