is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33164

Titill: 
  • Eru dómar Hæstaréttar í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur þessarar ritgerðar er að leita svara við þeirri spurningu hvort að dómar Hæstaréttar Íslands séu í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins þegar þeirra hefur verið aflað. Dómar Hæstaréttar hafa verið talsvert rannsakaðir með tilliti til þessa frá stofnun EFTA-dómstólsins árið 1994 fram til ársins 2011 og er það niðurstaða fræðimanna að að þegar íslenskir dómstólar hafa óskað eftir ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins leggi þeir alltaf álit EFTA-dómstólsins til grundvallar í úrlausnum sínum.
    Það var í dómi Hæstaréttar í máli nr. 169/1998 eða hinu svokallaða Fagtúnsmáli sem Hæstiréttur tók í fyrsta skipti aftöðu til þess hvaða áhrif ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins hafa á úrlausnir íslenska dómstóla. Í þeim dómi mótaði Hæstiréttur í fyrsta skipti þá meginreglu að íslenskum dómstólum beri að hafa ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins til hliðsjónar þegar reynir á túlkun á ákvæðum EES-samningsins, nema þegar um réttlætanleg undantekningartilvik er að ræða. Hæstiréttur hefur undantekningarlaust fylgt því fordæmi sem setti í Fagtúnsmálinu í þeim málum sem á eftir komu.
    Í þessari ritgerð voru rannsakaðir sérstaklega dómar Hæstaréttar eftir árið 2011 þar sem leitað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Alls komu til skoðunar átta dómar Hæstaréttar þar sem lá fyrir ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Eftir skoðun á dómaframkvæmd Hæstaréttar er það niðurstaða höfundar að úrlausnir Hæstaréttar eru í góðu samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins þegar þau liggja fyrir.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML í lögfræði loka pdf.pdf712.77 kBOpinnPDFSkoða/Opna