is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33172

Titill: 
  • Lestrarkennsla með beinni kennslu Engelmanns og fimiþjálfun: Átta ára drengur með lestrarörðugleika fær lestrarkennslu með raunprófuðum aðferðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að tryggja árangursríka kennslu þarf að raunprófa aðferðir, þannig er vitað hvað virkar. Bein kennsla Engelmanns er raunprófuð kennsluaðferð og ein sú árangursríkasta sem völ er á. Lykilatriði kennslunnar er að byrja á að kenna einfalda færni og kenna flóknari færni þegar nemandi er kominn með góð tök á grunninum. Til að tryggja gæði kennslunnar er handrit notað sem útskýrir hvert skref svo að framkvæmd kennslunnar sé skýr fyrir kennara og nemanda. Það er lykilatriði að hrósa fyrir rétt svör og leiðrétta röng svör strax og þau eiga sér stað og á skýran hátt. Önnur raunprófuð aðferð er fimiþjálfun sem var hönnuð af Ogden Lindsley og gengur hún út á að auka fimi nemanda í verkefnum. Aðferðinni er ætlað að gera svörun hraða, örugga og villulausa. Aðferðin er góð til þess að mæla árangur í bland við kennslu og er oft notuð með öðrum aðferðum til að meta árangur kennslu. Bein kennsla Engelmanns og fimiþjálfun hafa verið notaðar saman í kennslu með góðum árangri. Í þessari rannsókn var markmiðið að auka lestrargetu hjá átta ára nemanda sem hafði glímt við lestrarörðugleika og voru aðferðir beinnar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunnar notaðar til þess. Þátttakandinn bætti lestrarfærni sína um 5,3% í tveggja stafa orðum, 12,7% í þriggja stafa orðum og 24% í fjögurra stafa orðum á sex vikna tímabili. Í fimiþjálfunarverkefnum náði hann viðmiðum fyrir markáreitin U, V, og F sem hann las ekki rétt eða ruglaði við önnur hljóð áður. Einnig var byrjað að nota T sem markáreiti í fimiþjálfun en tókst ekki að klára. Þátttakandi jók færni sína í lestri orða og fimin jókst sem bendir til að kennslan hafi verið árangursrík þó hún hafi staðið í stuttan tíma.

Samþykkt: 
  • 22.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafþór Hrafnsson.pdf452.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
60908477_647937942336173_8864086542096793600_n.jpg125.17 kBLokaðurYfirlýsingJPG