is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33174

Titill: 
 • Svefn og svefnstaðir ungbarna og áhrif á líðan foreldra
 • Titill er á ensku The impact of infants sleep and sleep location on parental well-being
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í kjölfar fæðingar barns tekur við krefjandi tímabil í lífi foreldra sem getur valdið miklu álagi. Ef svefn ungbarnsins fyrstu mánuðina eftir fæðingu er af skornum skammti getur svefnleysi haft afdrifarík áhrif á líðan foreldra. Tilgangur verkefnisins er í fyrsta lagi að skoða hvaða afleiðingar svefnvandi ungbarna getur haft á líðan foreldra. Í öðru lagi að skoða hverjir ráðlagðir svefnstaðir ungbarna eru með tilliti til öryggis og líðan barns og hvar foreldrar leggja ungbörn sín til svefns yfir nóttina. Því var gerð fræðileg samantekt þar sem heimilda var aflað með fræðibókum og í gegnum gagnasöfnin PubMed, Ovid, Cinahl, Psycinfo(Ovid) og Google Scholar. Viðfangsefni verkefnisins var fjölþætt og fannst fjöldi rannsókna í samræmi við það sem notaðar voru í samantektina.
  Niðurstöður gáfu til kynna að svefnvandi getur stuðlað að og viðhaldið vanlíðan foreldra. Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur svefn barna sterkt forspárgildi fyrir einkennum vanlíðunar meðal foreldra. Hegðun foreldra hefur ekki einungis áhrif á svefn ungbarna heldur einnig einkenni ungbarnsins sjálfs, en færri inngrip foreldra bæta nætursvefn ungbarnsins. Þar með draga aðferðir sem breyta hegðun foreldra úr svefnvanda ungbarna og bæta líðan þeirra. Skilningur foreldra á svefnvanda er af ólíkum toga og hafa menning, umhverfisþættir og persónueinkenni foreldra áhrif á það.
  Þekking hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um viðhorf og skilning foreldra til svefnstaða er mikilvæg til þess að koma í veg fyrir að þeir leggi ungbörn sín á svefnstaði þar sem þau eru óvarin fyrir hættum í umhverfinu. Auka þarf þjónustu fyrir foreldra ungbarna með svefnvanda og veita viðeigandi ráðleggingar um örugga svefnstaði ungbarna. Bæta þyrfti fræðslu út í samfélagið um örugga svefnstaði ungbarna og hvaða úrræði standa foreldrum til boða tengd svefnvanda ungbarna og vanlíðan foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  Following childbirth parents usually cope with a very challenging period of transition wich can involve a lot of stress. If the infant's sleep during the first few months after birth is scarce, insomnia may have a depressing effect on the well-being of the parents. The purpose of the thesis is, firstly, to look at the consequences of the infant´s sleep problems on the well-being of the parents. Second, to look at the recommended infant sleeping places,with it´s sleep safety and well-being in mind and where the parents put their newborns to sleep for the night. Therefore, a theoretical summary was made in which sources were obtained through academic books and through the databases PubMed, Ovid, Cinahl, Psycinfo (Ovid) and Google Scholar. The subject of the project was multifaceted and a number of studies were found in line with what was used in the summary.
  The results indicated that sleep disorders can contribute to and maintain parents' distress. Sleep is vital, and the infant´s sleep has a strong predictive value for parental distress symptoms. Parental influence affects not only the sleep of the infant but also the characteristics of the infant itself, but fewer parental interventions improve the infant's night sleep. Thus, behavioral interventions from the sleep problems of infants improve the well-being of parents. Parents' understanding of sleep problems is of a different nature and is influenced by cultural, external and personal factors of parents.
  Nurses and midwives knowledge of parents understanding and attitudes of the infants sleeping places is important in preventing them in putting their infants to sleep in places where they are exposed to environmental hazards. Parental care services need to be increased with sleep problems and provide appropriate advice on safe sleeping conditions for infants. The need for education in the community for the safe sleep of infants and the resources available to parents for the sleeping problems of infants and the parents need to be improved.

Samþykkt: 
 • 22.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svefn og svefnstaðir ungbarna og áhrif á líðan foreldra.pdf714.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Auður H og Laufey Rún I.pdf898.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF