is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33175

Titill: 
  • Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema á lokaári
  • Titill er á ensku Stress and burnout among nursing students in their final year
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Streita og kulnun meðal hjúkrunarfræðinema er þekkt vandamál sem lítið hefur verið rannsakað hérlendis. Erlendar rannsóknir benda til þess að hjúkrunarfræðinemar upplifi meiri streitu og kulnun en aðrir háskólanemar. Þeir hjúkrunarfræðinemar sem upplifa streitu og kulnun í námi eru líklegri til að hætta störfum við hjúkrun fyrstu árin eftir útskrift.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunarfræðinemar á lokaári upplifi streitu og kulnun í námi. Í öðru lagi að kanna tengsl almennrar streitu við námstengda streitu og hvort munur sé á milli skóla. Í þriðja lagi að kanna tengsl bakgrunnsbreyta við almenna streitu og að lokum að kanna hversu líklegir þeir eru til að starfa við hjúkrun í framtíðinni.
    Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn Birnu G. Flygenring og Herdísar Sveinsdóttur sem skiptist í fjóra hluta. Í þessu verkefni er unnið úr gögnum sem rannsakendur söfnuðu í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Rannsóknarsniðið var lýsandi, megindleg þversniðsrannsókn, þar sem spurningalisti var sendur rafrænt til allra hjúkrunarfræðinema á lokaári við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í maí 2018. Spurningalistinn samanstóð af tveimur mælitækjum, streitukvarðanum Perceived Stress Scale (PSS) og kulnunarkvarðanum Copenhagen Burnout Inventory (CBI) ásamt spurningum um námstengda streitu, framtíðaráform í hjúkrun og bakgrunn þátttakenda. Af 116 nemendum svöruðu 82 (70,7%) spurningalistanum. Meirihluti þátttakenda voru konur á aldrinum 25-29 ára sem unnu við hjúkrun samhliða námi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hjúkrunarfræðinemar á lokaári upplifa allnokkra streitu og kulnun. Meðalstreitustig var 17,8 á PSS kvarða og meðalkulnunarstig 44,3 á CBI kvarða þar sem námstengd kulnun mældist hæst. Jákvæð tengsl fundust milli almennrar streitu á PSS kvarða og námstengdrar streitu. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands upplifðu marktækt meiri námstengda streitu tengda skort á námsleiðbeiningum og samskiptum við kennara en nemendur sem stunduðu nám við Háskólann á Akureyri. Þeir þátttakendur sem höfðu lokið sjúkraliðaprófi áður en þeir hófu nám í hjúkrunarfræði voru með marktækt lægra streitustig á PSS streitukvarðanum en þeir sem ekki voru sjúkraliðar við upphaf náms. Mikill meirihluti þátttakenda (87,6%) sagðist ætla eða sennilega ætla að vinna við hjúkrun í framtíðinni.
    Niðurstöðurnar sýna að hjúkrunarfræðinemar á lokaári upplifi streitu og kulnun í námi. Kennarar og skipuleggjendur náms geta gengt lykilhlutverki í að draga úr streitu og þar með kulnun meðal hjúkrunarfræðinema, meðal annars með skýrum námsleiðbeiningum og auknum stuðningi í námi.

  • Útdráttur er á ensku

    Stress and burnout are relatively common problem among nursing students but the topic has not been studied alot in Iceland. Researches conducted in other countries indicate higher levels of stress and burnout among nursing students than other academic students. Nursing students that experience stress and burnout are more likely to leave the nursing profession in the first years after graduation.
    The purpose of this study was firstly to explore whether nursing students in their final year experience stress and burnout. Secondly, to explore the correlation between stress scores and academic stress and whether there is a difference between groups. Thirdly, to explore the correlation between stress scores and background variables and finally to explore their intention to work in nursing in the future.
    This research is a part of a bigger research project conducted by Birna G. Flygenring and Herdís Sveinsdóttir that divides into four catagories. This research focuses on data in the first part of the research. The study design was descriptive, quantitative and cross-sectional. An online questionnaire was sent to all students in their last year of nursing enrolled at the University of Iceland and the University of Akureyri in May 2018. The questionnaire consisted of the Perceived Stress Scale (PSS) and the Copenhagen Burnout Inventory (CBI) in addition to questions about academic stress, background variables, and future plans in nursing. The final sample consisted of 82 nursing students in their final year (70.7% participation); primarily female, aged 25-29 who worked part time as nursing students.
    The results of the study revealed that nursing students in their final year experience both stress and burnout. Participants‘ mean stress scores on PSS was 17,8 with the mean burnout score on CBI being 44.3 CBI where academic burnout had the highest score. There was a significant positive correlation between stress and academic stress. Nursing students at the University of Iceland scored significantly higher on academic stress factors relating to the lack of educational guidance and student-teacher relationship. Participants who had graduated as licenced practical nurse before they became nursing students had significantly lower stress scores on PSS than those who were not. Majority of the participants (87.6%) were planning or most likely planning to have a career in nursing after graduation.
    From the findings it can be concluded that nursing students in their final year experience both stress and burnout while studying. Teachers and those who are in charge of organizing the academic structure can help prevent and decrease stress and burnout in students by improving educational guidance and academic support.

Samþykkt: 
  • 22.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema á lokaári.pdf607,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - BSc ritgerð.png348,1 kBLokaðurYfirlýsingPNG