is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33176

Titill: 
  • Áhrif jóga á andlega heilsu
  • The effects of yoga on mental health
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fólk í dag stundar ýmis konar hreyfingu, ekki einungis til að bæta líkamlega heilsu heldur einnig til að rækta andlega heilsu. Jóga er líkamleg, andleg og sálræn iðkun sem hefur verið stunduð í margar aldir. Aukinn áhugi hefur verið á jógaiðkun síðustu ár víða um heim bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Mikilvægt er að taka saman þá þekkingu sem er til um hver áhrif eru af jóga á andlega heilsu til að geta upplýst þá sem gætu haft gagn af því.
    Tilgangur: Að taka saman niðurstöður nýlegra rannsókna á því hver áhrif jóga eru á andlega heilsu, og þá sérstaklega hver áhrif jóga eru á kvíða, þunglyndi og streitu.
    Aðferð: Þetta verkefni er fræðilegri samantekt. Gerð var kerfisbundin leit í gagnabanka PubMed að megindlegum rannsóknum þar sem fjallað var um andlega heilsu og jóga. Sett voru þau inntökuskilyrði að rannsóknirnar komu út á árunum 2014-2019, væru enskar og fjölluðu um fullorðna einstaklinga. Við greiningu á heimildum var notað PRISMA flæðirit.
    Niðurstöður: Alls voru þrettán rannsóknargreinar sem stóðust inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru síðan flokkaðar eftir tegundum af jóga en mismunandi var hvaða jóga var verið að nota í rannsóknunum. Rannsóknirnar gefa til kynna að allar tegundir jóga sem verið var að skoða virðast hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu. Einnig kom fram að jóga virðist hafa jákvæð áhrif á kvíða, þunglyndi og/eða streitu. Rannsóknirnar virðast einnig gefa til kynna að regluleg og langtíma iðkun jóga hafi enn meiri áhrif á að bæta andlega líðan. Rannsóknirnar voru þó flestar einsleitar með tilliti til úrtaka.
    Ályktun: Jóga virðist hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu og geta dregið úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Jóga virðist auka núvitund einstaklinga, bæta lífsgæði þeirra og auka vellíðan. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að mæla með því við hjúkrunarfræðinga að kynna sér jóga sem viðbótarmeðferð við andlegri vanlíðan eða sjúkdómum. Mikilvægt væri að skoða frekar rannsóknir með fjölbreyttari úrtökum og langtímaáhrif jógaiðkunar.
    Lykilorð: Jóga, andleg heilsa, kvíði, þunglyndi, streita.

Samþykkt: 
  • 22.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Áhrif jóga á andlega heilsu PDF.pdf738.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
New Document.pdf362.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF