Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33177
First responders are defined by their role in early response to critical incidents, which are traumatic stressors that can be both physical and psychological. The aims of the current study were to examine prevalence of PTSD and burnout amongst Icelandic first responders, evaluate if these symptoms differed between first responders when compared by occupation and determine if there is a relationship between work-related traumatic events, PTSD and burnout symptoms. The sample consisted of 231 police officers, 88 ambulance personnel, 75 fire fighters and 106 volunteers. The findings indicated that 12.5% of first responders met the clinical cut-off criteria for probable PTSD, 13.2% met the clinical cut-off criteria for emotional exhaustion and 16.4% for depersonalization. Police officers had the highest prevalence and severity of PTSD and burnout symptoms compared to other first responder group. Work-related traumatic events were associated with higher levels of PTSD and burnout symptoms. These results demonstrate the need for both interventions that provides first responders with skills to cope with CI as that may prevent PTSD and burnout from developing, as well as an intervention that assist those that have developed PTSD and/or burnout to recover.
Keywords: Critical incidents, first responders, PTSD, post-traumatic stress disorder, burnout
Fyrstu viðbragðsaðilar er sú starfsstétt sem bregst við alvarlegum atburðum. Því verður starfsstéttin oft fyrir alvarlegum atburðum sem eru streituvaldandi á borð við umferðarslys og ofbeldi. Þá geta fyrstu viðbragðsaðilar orðið fyrir því að starfa í lífshættulegum aðstæðum
eða orðið vitni að slíkum aðstæðum. Markmið þessarar rannsóknar var þríþætt. Í fyrsta lagi að kanna algengi áfallastreituröskunar og kulnunar á meðal fyrstu viðbragðsaðila. Í öðru lagi að skoða hvort einkenni áfallastreituröskunar og kulnunar væru breytileg eftir
viðbragðsaðilum. Í þriðja lagi, að rannsaka sambandið á milli tíðni aðkomu að streituvaldandi atburðum í starfi, áfallastreituröskunar og kulnunar. Gögnum var aflað með því að senda út spurninglista til fyrstu viðbragðsaðila hér landi í gegnum tölvupóst. Úrtak rannsóknarinnar
samanstóð af 231 lögreglumanni, 85 sjúkraflutningsmönnum, 75 slökkviliðsmönnum og 106 sjálfboðaliðum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að lögreglumenn voru líklegri til þess að bera með sér alvarlegri áfallastreitu- og kulnunareinkenni samanborið við aðra
viðbragðsaðila. Þá fannst jákvætt samband á milli tíðni aðkomu fyrstu viðbragðsaðila að streituvaldandi atburðum í starfi, áfallastreituröskunar og kulnunar. Niðurstöðurnar undirstrika að þörf sé á að veita fyrstu viðbragðsaðilum viðeigandi inngrip til þess að koma í
veg fyrir að þeir þrói með sér einkenni áfallastreituröskunar og kulnunar í starfi, ásamt því að aðstoða þá sem þjást af áfallastreituröskun og kulnun.
Efnisorð: Streituvaldandi atburðir, fyrstu viðbragðsaðilar, áfallasreituröskun, kulnun