Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33183
Mikla orku er hægt að sækja í sjávarföllin og einn helsti kostur þeirra eru að þau eru regluleg og fyrirsjáanleg. Sjávarföllin hafa verið virkjuð út um allan heim og ein þekktasta og elsta starfrækta sjávarfallavirkjun í heimi, La Rance sjávarfallavirkjunin hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og hefur reynst vel.
Útreikningar í þessu verkefni byggja á sjávarfallalíkani Vegagerðarinnar. Forritið AQUASEA er notað við gerð sjávarfallalíkan Vegagerðarinnar, sem hefur verið þróað á Verkfræðistofunni Vatnaskilum. Gert er ráð fyrir að túrbínur byrji að framleiða við 1 metra þrýsti mun.
Grófur samanburður við aðrar vatnsaflvirkjanir og flæðisvirkjun í Hvammsfirði sýna að stífluvirkjun í Hvammsfirði er sambærileg í kostnaði miðað við orkuna sem hún framleiðir. Það sem gæti aukið virði stífluvirkjunarinnar er að hún gæti orðið vinsæll heimsóknarstaður fyrir ferðamenn og að ofan á stífluna væri hægt að leggja veg sem myndi mögulega stytta akstursvegalengdir um Hvammsfjörð.
Það mun þó vera einhver aukakostnaður sem er ekki tekin fram í þessu verkefni. Eins og kostnaður við virkjanahúsið og svo gæti verið einhver aukakostnaður því þetta er erfið framkvæmd meðal annars vegna mikils straumhraða í Hvammsfirði.
Við Íslandstrendur er mesti munur á sjávarhæð við Hvammsfjörð í Breiðafirði. Útreikningar sýna að heildarorkan sem hægt er að virkja er um 340 GWh á ári miðað við 240 MW virkjun. Þessa orku mæti nota til þess að sjá Vestfirðingum fyrir orku en um helmingur af orku Vestfjarða er fluttur inn frá öðrum landshlutum, það eru um 130 GWh á ári. Það er líka hægt að nota þessa orku til þess að tryggja ákveðna vatnshæð í lónum uppistöðulóna vatnsaflsvirkjanna á Íslandi og tryggja þannig að vatnsaflvirkjanirnar geti framleitt jafn mikið rafmagn allt árið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mat á raforkuframleiðni með stífluvirkjun í Hvammsfirði.pdf | 3,83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-elinosk.pdf | 298,93 kB | Lokaður | Yfirlýsing |