is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33185

Titill: 
  • "Þetta er meira en bara sjúkdómur" Lífið með Parkinsonsveiki: Reynsla sjúklinga og aðstandenda. Samþætting eigindlegra rannsókna
  • Titill er á ensku "It's more than just a disease" Life with Parkinson's: Experiences of patients and their relatives. Synthesis of qualitative studies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Tíðni Parkinsonsveiki (PV) er 5-35 á hverja 100.000 íbúa og fer hækkandi. PV er ekki lífshættuleg en skerðir lífsgæði einstaklinga og umbreytir lífi fólks til frambúðar. PV hefur ekki einungis áhrif á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Tiltölulega lítið hefur verið fjallað um hvernig PV hefur áhrif á líf sjúklinga og aðstandendur þeirra.
    Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á eigindlegum rannsóknum.
    Tilgangur: Að lýsa reynslu einstaklinga með PV og aðstandenda þeirra af lífi með sjúkdómnum. Vonast er til að með aukinni innsýn hjúkrunarfræðinga í þær áskoranir sem sjúklingar og aðstandendur þeirra standa frammi fyrir öðlist þeir betri færni til að styðja skjólstæðinga sína í gegnum sjúkdómsferlið. Enn fremur er tilgangurinn með þessari fræðilegu samantekt að koma auga á göt í rannsóknunum til að geta komið með ráðleggingar fyrir framtíðarrannsóknir innan þessa sviðs.
    Aðferð: Leit fór fram í PubMed gagnagrunni til að finna viðeigandi greinar. Grunnþrep sem mælt er með af Joanna Briggs stofnuninni var haft til hliðsjónar. PRISMA flæðirit var notað til að lýsa heimildaleit. Lagt var mat á gæði framsetningar á aðferð og niðurstöðum með því að nota litakóða; Græni liturinn táknar „frábær gæði“, guli liturinn „ásættanleg gæði“ og rauði liturinn „töluverðar takmarkanir í aðferð og framsetningu niðurstaðna“. Niðurstöður hverrar rannsóknar fyrir sig voru settar fram í tveimur töflum og samþættar með orðum og í myndum.
    Niðurstöður: 11 frumrannsóknir stóðust inntökuskilyrðin. Upplifanir og áskoranir einstaklinga voru flokkaðar eftir líkamlegum- félagslegum- og andlegum áskorunum. Helstu áskoranir einstaklinga með PV voru erfiðleikar við athafnir daglegs lífs, tal- og kyngingarörðugleikar, ófullnægjandi aðstoð og lélegt sjálfsálit. Helstu áskoranir aðstandenda voru aukið álag, líkamleg þreyta, fjárhagsleg byrði, félagsleg einangrun og þunglyndi. Fundnir voru margir hvetjandi þættir til þess að stuðla að vellíðan þessara skjólstæðinga. Algengar takmarkaknir í rannsóknunum voru meðal annars ófullnægjandi upplýsingar um alvarleika sjúkdóms (n=6) og sumar rannsóknanna voru torlesnar (n=4).
    Ályktun: Niðurstöður verkefnis hafa beina skírskotun fyrir hjúkrun vegna þess að hjúkrunarfræðingar geta stutt fjölskyldur í að ráða við hin mörgu einkenni sjúkdómsins sem oft valda erfiðleikum og áhyggjum. Enn fremur gefa niðurstöður víðtæka sýn á það hvernig áhrif PV getur haft á líf viðkomandi einstaklinga og aðstandenda þeirra. Hjúkrunarfræðingar geta notað framsetningu niðurstaðna á líkamlegum, félagslegum, andlegum og hvetjandi þáttum sem beinagrind fyrir uppsetningu kerfisbundinnar nálgunar á þjónustu til að bæta líðan skjólstæðinga sinna. Til að veita góða þjónustu skiptir máli að hjúkrunarfræðingar geti sett sig í spor þessa skjólstæðingahóps. Rannsakendur framtíðarrannsókna á þessu sviði þurfa að nota ramma til að tryggja skýra framsetningu og vera meðvitaðir um mikilvægi þess að lýsa alvarleika sjúkdóms í niðurstöðum sínum. Slíkt mun auka yfirfærslugildi og nothæfni rannsóknar niðurstaðna.
    Lykilorð: Parkinson sjúkdómur, lífsgæði, reynsla, hjúkrun, eigindlegar rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The frequency of Parkinson's disease (PD) is 5-35 per 100,000 and is increasing. PD is not life-threatening but impairs individuals’ quality of life and transforms peoples’ lives permanently. PD does not only affect the person who is diagnosed but also their relatives. Comparatively little attention has been given to the experience of individuals with PD and their relatives with regards to the impact of the disease on their daily life functioning.
    Design: Synthesis of qualitative research.
    Purpose: To explore the experience of individuals with PD of the disease and the experience of their families. Hopefully, with the increased insight to the challenges that patients and their relatives are confronted with, nurses will be better equipped to support them throughout the trajectory of the disease. Furthermore, the purpose of this synthesis is to identify gaps in the presentation of study methodology and findings. This will enable recommendations for future studies carried out within this field.
    Method: A search was conducted in the “PubMed” database to locate relevant articles. We used basic steps for conducting the review as recommended by the Joanna Briggs Institute. A PRISMA flow chart was used to describe the selection of articles. The quality of individual studies was facilitated by using color codes according to “traffic lights”; green color reflected "good quality", yellow color reflected "acceptable quality" and red color "several shortcomings in method and representation of results". The results of each study were presented in two tables and integrated narratively and with use of figures.
    Results: 11 studies fulfilled the inclusion criteria. The experiences and difficulties encountered by individuals with PD and their relatives were divided into three main categories; physical, social, and psychological. The major challenges encountered by patients with PD were problems with performing activities of daily living, speech and swallowing problems, inadequate assistance, and poor self-esteem. The main challenges of relatives were feeling burdened by the overall impact of the disease. This encompassed being physically fatigued, having financial worries, social isolation, and feeling such as anxiety and depression. Many facilitating elements were identified that could enhance the well-being of relatives and patients. Common limitations in the studies included insufficient information on the severity of PD (n = 6) and obscure presentation of methodology and results (n = 4).
    Conclusion: The results of this review provides a broad overview of the impact that PD has on the lives of patients and their relatives in a way that has direct relevance for nursing. Findings highlight several recommendations for clinical practice and provide suggestions on how nurses may counterbalance many of the adverse experiences that patients with PD and their relatives encounter. Nurses can use the results to promote a more systematic approach to assessment. To provide high quality services, it is important that nurses remain empathic and knowledgeable to the physical, social and psychological challenges that their clients are confronted with. More qualitative studies are needed and future studies need to pay careful attention to “good“ reporting and reporting of disease severity to increase the transferability of research findings into clinical settings.
    Keywords: Parkinson’s disease, quality of life, experience, nursing, qualitative studies.

Samþykkt: 
  • 22.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er meira en bara sjúkdómur. Lífið með Parkinsonsveiki. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. Samþætting eigindlegra rannsókna.pdf818,54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Anonym3297_2019-05-22_14-46-08.pdf315,48 kBLokaðurYfirlýsingPDF