Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33188
Bakgrunnur: Kulnun í starfi er algengt vandamál og er heilbrigðisstarfsfólki hætt við að þróa með sér kulnun vegna eðli starfsins. Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum hjúkra einstaklingum á öllum aldri við fjölbreyttar aðstæður. Starfsumhverfi bráðamóttaka einkennist meðal annars af hraða og álagi, bráðleika og fjölbreytileika sjúklinga og ýmsir álagsþættir á bráðamóttökum hafa verið greindir. Rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum upplifi mikla streitu en langvarandi streituvaldandi aðstæður geta leitt til kulnunar.
Markmið: Tilgangur þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar var að skoða rannsóknir um kulnun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum og var þríþættur: (1) Kanna algengi kulnunar; (2) skoða hvaða þættir valda kulnun; (3) skoða hvaða þættir geta fyrirbyggt kulnun.
Aðferð: Kerfisbundin leit var framkvæmd í gagnasafninu PubMed að rannsóknum um efnið sem gefnar voru út á ensku á árunum 2009-2019. Greinar voru valdar skipulega út frá PRISMA flæðiriti. Sett voru inntöku- og útilokunarskilyrði og rannsóknirnar metnar með tilliti til þeirra. Rannsóknir sem fjölluðu um hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum í hinum vestræna heimi voru teknar með. Mat var lagt á gæði rannsóknanna samkvæmt matslista Joanna Briggs stofnunarinnar.
Niðurstöður: Ellefu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði, þar af níu þversniðsrannsóknir, ein langtíma-rannsókn og ein eigindleg rannsókn. Engin íhlutunarrannsókn fannst. Tíðni kulnunar var á bilinu 3,4%-67%. Helstu forspárþættir kulnunar voru skortur á stuðningi yfirmanns, álag og kröfur í starfi. Yngri hjúkrunarfræðingum var hættara við kulnun miðað við eldri. Núvitund og hæfnimiðuð-nálgun reyndust verndandi gegn kulnun.
Ályktun: Kulnun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum er misalgeng í rannsóknum en reynist samspil margra þátta. Félagslegur stuðningur og starfsumhverfi skiptir miklu máli og huga þarf að utanumhaldi yngri hjúkrunarfræðinga. Forvarnir gegn kulnun eru mögulegar en þörf er á fleiri íhlutunarrannsóknum.
Background: Job burnout is a widespread problem and health professionals are prone to experiencing burnout due to the nature of their job. Nurses working in emergency departments (EDs) take care of individuals of all ages under diverse circumstances. The working environment of EDs is characterized by speed and stress, acuity and patients’ diversity and various stressors have been analyzed in this setting. Studies have shown that nurses working in EDs experience lots of stress but prolonged stressful situations can result in burnout.
Objectives: The goal of this systematic literature review was exploring studies on burnout amongst nurses in EDs and was threefold: (1) Explore the prevalence of burnout; (2) explore what factors cause burnout; (3) explore what factors can prevent burnout.
Method: A systematic search was conducted in the database PubMed for studies on the subject that were published in English in the years 2009-2019. The PRISMA flow diagram was used to systematically collect data. Inclusion and exclusion criteria were specified and studies evaluated accordingly. Studies on nurses working in EDs in the Western World were included. Quality of the studies was evaluated in accordance to The Joanna Briggs Institute critical appraisal tool.
Results: Eleven studies met the inclusion criteria, thereof nine cross-sectional studies, one long-term study and one qualitative study. No intervention study was found. The prevalence of burnout was 3,4%-67%. The major predictive factors of burnout were lack of supervisor´s support, stress and job demands. Younger nurses were more prone to burnout compared to older ones. Mindfulness and the mastery-approach orientation were shown to be protective factors of burnout.
Conclusion: Prevalence of burnout amongst ED nurses varies between studies but turns out to be an interaction between many factors. Social support and work environment are important and young nurses need special attention. Prevention of burnout is possible but more intervention studies on that topic are needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kulnun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum - Lokaskil á Skemmu.pdf | 992,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman.jpeg | 591,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |