Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33190
Að eignast fyrirbura er krefjandi verkefni og tekur bæði andlega og líkamlega á móður. Myndun tengsla getur reynst torveld og spila þar heilsufarslegir kvillar barns og sálræn líðan móður stóran þátt. Fyrirburi þarfnast oft flókinnar meðferðar heilbrigðisstarfsfólks innan nýburagjörgæslu og gæti líf hans verið í húfi. Umfjöllunarefni þessarar fræðilegu samantektar er tengslamyndun móður og fyrirbura. Fullnægjandi tengslamyndun móður og barns getur stuðlað að góðum félagsþroska og seiglu barns í framtíð þess.
Heimilda var aflað í gegnum gagnabankana PubMed og Google Scholar. Einnig voru bækur teknar í útláni frá Bókasafni Kópavogs og greinar fundnar í heimildaskrám þeirra greina sem sóttar voru í gagnabanka. Reynt var eftir bestu getu að styðjast við heimildir ekki eldri en 5 ára en þó var notast við greinar sem voru eldri í undantekningartilfellum.
Tilgangur höfunda með þessum skrifum er að afla upplýsinga um hvaða þættir geta gert tengslamyndun móður og fyrirbura torvelda og hvernig megi styrkja hana og efla. Leitast var við að kanna hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur hvatt til jákvæðrar tengslamyndunar innan nýburagjörgæslu. Niðurstöður leiddu í ljós að erfiðleika tengslamyndunar er hægt að skoða út frá tveimur sjónarhornum, annars vegar frá móður og hins vegar frá barni. Sektarkennd er einkennandi meðal mæðra fyrirbura þar sem þær kenna sjálfum sér um að hafa ekki náð fullri meðgöngulengd. Fyrirburi getur haft heilsufarskvilla sem þarfnast meðferðar á nýburagjörgæslu og getur umhverfið þar truflað bæði móður og barn. Heilbrigðisstarfsfólk á nýburagjörgæslum þarf að vera vakandi fyrir því að bæta umhverfissaðstæður í hag tengslamyndunar og taka ekki fram fyrir hendur móður af óþörfu.
Fullnægjandi tengslamyndun móður og barns er ekki sjálfgefin og þá sérstaklega ef barn er fætt fyrir tímann. Með markvissri áherslu á þróun tengsla er hægt að bæta upp fyrir þær hindranir sem geta átt sér stað varðandi tengsl móður og fyrirbura hennar í kjölfar áfalls sem fylgir fyrirburafæðingu.
Having a premature baby is a demanding task in many ways and can take a toll on the mother’s physical and psychological wellbeing. The bonding between the mother and her premature baby can be challenging due to health related problems of the premature and also the psychological wellbeing of the mother. The premature babies often require complex treatment provided by health professionals at a neonatal intensive care unit (NICU) and their condition might be life threatening. The topic of this dissertation is the bonding between mother and her premature infant. Adequate bonding of a mother and her infant can promote the infant’s social developement and his resilience in the future.
Resources were gathered through databases such as PubMed and Google Scholar. Books were also found in the Kópavogur library and articles found through the articles obtained in the databases. Attempts were made to use articles no older than 5 years, with some exceptions.
The authors’ purpose with these writings is to gather theoretical background on the factors that make the bonding between mother and her premature infant difficult and what can be done to strengthen and intensify it. Authors endeavoured to investigate how health professionals can encourage positive formation of the bond between mother and her premature infant inside of the NICU. The main findings of this review is that difficulties in bonding can be viewed from two different perspectives, on the one hand the mother’s and on the other hand the baby’s. Guilt is the most common emotional experience of mothers of premature infants because they blame themselves for not being able to complete the pregnancy. Premature infant may have health problems requiring treatment within the NICU and the environment can affect both the mother and the infant. Health professionals at NICU should be aware of the importance of adjusting the care and the environment at the NICU in order to facilitate the bonding process of mothers and their premature babies and they should for example avoid taking over the basic care of the baby if the mother is able to provide it herself.
Successful bonding of a mother and her infant is not as given, especially not if the infant is a preterm. With an emphasis on development of bonding it is possible to compensate for the gap that may occur in the relationship between the mother and her premature infant following the trauma related to the preterm birth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
tengslamyndunmodurogfyrirbura.pdf | 455.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.skemma.pdf | 225.73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |