Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33192
Prior research has shown that adolescents use substances or delinquency (or both) in order to escape negative feelings following domestic violence. Therefore, the purpose of this study was to examine substance abuse as a mediator between domestic violence victimization and delinquency among Icelandic adolescents when controlling for family structure and poor financial status. Participants in the current study were secondary school students who took part in a survey, Youth in Iceland 2016, distributed by Icelandic Centre for Social Research (ICSRA). The sample consisted of 2,194 16- to 19-year-old students with equal gender rates. The results showed that delinquency was more common among males and domestic violence victimization among females, but no gender differences were found for substance abuse. The findings in the present study were consistent with previous findings regarding relationships between domestic violence victimization, delinquency, and substance abuse, apart from gender differences. The results also indicated that for males, substance abuse fully mediated the relationship between domestic violence victimization and delinquency. For females, substance abuse was a partial mediator of that same relationship. In conclusion, teaching positive coping strategies to victims of domestic violence is important, since they seem to use substances and delinquency to cope.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að samband sé milli þess að verða fyrir heimilisofbeldi, afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu. Ungmenni sem höfðu upplifað erfiðleika í lífi sínu, til dæmis ofbeldi á heimilinu, voru líkleg til þess að forðast erfiðleikana í kjölfar þess með því að neyta fíkniefna og að brjóta af sér (eða bæði). Þar af leiðandi var tilgangur þessarar rannsóknar að skoða fíkniefnaneyslu sem miðlara milli þess að hafa upplifað ofbeldi á heimilinu og afbrotahegðunar þegar stjórnað var fyrir fjölskyldu uppbygginu og slakrar fjárhagslegrar stöðu. Þátttakendur í rannsókninni voru allir þeir framhaldsskólanemar sem tóku þátt í spurningalistanum Ungt fólk 2016, en gögnum var safnað af Rannsóknum og greiningu. Úrtakið innihélt 2,194 nema fædda á árunum 1997 til 2000 og vor kynjahlutföll jöfn. Niðurstöðurnar voru í samræmi við fyrri rannsóknir varðandi sambönd milli þess að hafa upplifað ofbeldi á heimilinu, afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu. Hinsvegar fannst enginn kynjamunur á samböndunum. Niðurstöðurnar sýndu einnig að fíkniefnaneysla miðlaði sambandið milli þess að hafa upplifað heimilisofbeldi og afbrotahegðunar að fullu meðal karla. Meðal kvenna miðlaði fíkniefnaneysla fyrrnefnt samband einungis að hluta til. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að kenna einstaklingum sem verða fyrir heimilisofbeldi jákvæð bjargráð, þar sem þeir einstaklingar virðast leita í fíkniefni og afbrot.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EMILÍA Bsc Skemman.pdf | 413,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |