Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33194
Orthorexia nervosa is a pathological obsession with nutrition in the form of a restrictive diet, ritualized patterns of eating, and a rigid avoidance of food that is believed to be unhealthy or not pure. Previous research demonstrates the correlation of orthorexia and other disorders like eating disorders, obsessive-compulsive disorder, and health anxiety. The main purpose of the present study was to examine the association between orthorexia and symptoms of eating disorders, obsessive-compulsive disorder, and health anxiety. ORTO-11 was used to screen for symptoms of orthorexia, DOCS for symptoms of obsessive-compulsive disorder, EDE-Q for symptoms of eating disorders, and SHAI was used for symptoms of health anxiety. An online questionnaire was administered through social media and the study sample consisted of 167 participants, of which 142 (85%) were female and 25 (15%) were male. The age range was from 18 to 74 years old, with the most common age group being those aged 24-29 years (n = 46, 27.5%). The prevalence of orthorexia among participants was high (n =87, 52.1%). Those with symptoms of orthorexia had stronger symptoms of eating disorders, obsessive- compulsive disorder and health anxiety. Scores on ORTO-11 had the strongest association with EDE-Q scores with the next strongest being those from SHAI, and the weakest from DOCS.
Keywords: Orthorexia nervosa, eating disorders, obsessive-compulsive disorder, health anxiety.
Orthorexia nervosa er þráhyggja varðandi heilsusamlegt mataræði og einkennist af takmörkunum í mataræði, öfgakenndu skipulagi í fæðuhegðun og forðun á mat sem telst ver óhollur eða óhreinn. Niðurstöður fyrri rannsókna hafa sýnt fram á fylgni milli orthorexiu og átraskana, áráttu- og þráhyggjuröskunar og heilsukvíða. Helsta markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl orthorexiu við einkenni átraskana, áráttu-þráhyggju og heilsuvkvíða. ORTO-11 var notaður til að meta einkenni orthorexiu, EDE-Q til að meta einkenni átraskana, DOCS til að meta einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar og SHAI til að meta einkenni heilsukvíða. Rafrænn spurningalisti var birtur á samfélagsmiðlum og úrtakið innihélt 167 þátttakendur. Þar af voru 142 (85%) konur og 25 (15%) karlar. Aldursbilið var frá 18 til 74 ára og algengasti aldurshópurinn var 24-29 ára (n = 46, 27.5%). Tíðni orthorexiu meðal þátttakenda var há (n = 87, 52.1%). Þeir sem voru með einkenni orthorexiu voru með sterkari einkenni átraskana, áráttu- og þráhyggjuröskunar og heilsukvíða. Skor á ORTO-11 var með sterkust tengsl við skor á EDE-Q, næst sterkust við skor á SHAI og veikust tengsl við skor á DOCS.
Lykilorð: Orthorexia nervosa, átraskanir, áráttu- og þráhyggjuröskun, heilsukvíði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Orthorexia-Nervosa - Ester María - Skemman.pdf | 1,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |