is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33195

Titill: 
  • Titill er á ensku Nutritional status and dietary intake at geriatric units at Landspítali (LSH)
  • Skimun fyrir vannæringu og fæðuskráning sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala (LSH)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Vannæring og ofþornun er algengt vandamál meðal aldraðra. Vannæring orsakast af mörgum ástæðum t.d. vegna veikinda eða lyfja sem draga úr matarlyst, sem getur orsakað fæðusóun. Þrátt fyrir að sjúkrahúsfæðið uppfylli næringarþarfir flestra eru margir sjúklingar sem uppfylla ekki næringarþarfir sínar.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að:
    1) meta áhættu á vannæringu meðal sjúklinga á öldrunardeildum
    2) meta fæðusóun á öldrunardeildum
    3) meta orku- og næringarefnainntöku hjá sjúklingum á öldrunardeildum
    4) meta hvort næringarástand hefur batnað og fæðusóun minnkað frá fyrri rannsókn 2016, en orku- og próteinbætt fæði varð staðlað fæði á öldrunardeildum eftir að niðurstöður þeirrar rannsóknar voru kynntar.
    Aðferðir: Þversniðsrannsókn, framkvæmd á öldrunardeildum Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Þátttakendur voru 100 inniliggjandi sjúklingar á öldrunardeildum, 59 konur og 41 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 84.3 (±7.3) ár. Staðlað skimunarblað var notað til að meta áhættu fyrir vannæringu og diskamódel til að meta fæðusóun og næringarinntöku sjúklinganna.
    Niðurstöður: Fjörutíu og níu (49%) sjúklingar (N=100) höfðu ákveðnar- eða sterkar líkur á vannæringu, sem er marktækt lægra en frá fyrri rannsókn (66%, p=0.007). Fæðusóun var meiri í hádegismatnum, 27.5% (N=100) en í kvöldmatnum, 24% (N=99). Meðal orkuinntaka var 1693 (±546) kkal/d eða 23.4 kkal/kg/d (N=100), marktækt hærra en í fyrri rannsókn (p=0.005). Meðal próteininntaka var 1.0 g/kg/d (N=100), sem er marktækt hærra en í fyrri rannsókn (p<0.001), einnig var marktækt hærri orkuinntaka (p=0.005) og fituinntaka (p=0.001). Sjúklingar náðu ekki lágmarks vökva-, orku- né próteininntöku samkvæmt skráningu og ráðleggingum um mat og næringarefni fyrir veika eða hruma aldraða.
    Ályktanir: Næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum LSH er ennþá ófullnægjandi. Ákjósanlegt væri að bæta 1-2 næringardrykkjum daglega hjá öllum sjúklingum á öldrunardeildum og auka orku- og próteininnihald í siðdegis- og kvöldhressingu. Mögulega væri hægt að draga úr fæðusóun með því að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Malnutrition and dehydration are common problems amongst old adults. Various reasons can cause malnutrition e.g. sickness or medication, that can reduce appetite which leads to plate waste. The hospital meals fulfil most nutritional needs, but many patients don’t meet their nutritional requirements.
    Aims: Were to assess the;
    1) risk of malnutrition in geriatric patients
    2) plate waste at geriatric wards
    3) energy and macronutrient intake of geriatric patients
    4) nutritional status, if it has improved and plate waste decreased since a previous study from 2016, after which the energy- and protein enriched meals were made standard menu at the geriatric wards.
    Methods: Cross-sectional study within the Department of Geriatrics at The National University Hospital of Iceland (LSH). Total 100 (N=100) hospitalized patients, 59 women and 41 men. Mean age of participants was 84.3 (±7.3) years. A validated simple screening tool was used to assess the risk of malnutrition and The Plate diagram sheet, to assess the plate waste and energy intake.
    Results: Forty-nine (49%) patients (N=100) were at risk or high risk of malnutrition, that´s significantly lower than the previous study (66%, p=0.007). Plate waste was higher at lunch, 27.5% (N=100) than at dinner, 24% (N=99). Mean energy intake was 1693 (±546) kcal/d or 23.4 kcal/kg/d (N=100), that´s significantly higher than the previous study (p=0.005). Mean protein intake was 1.0 g/kg/d, that’s significantly higher than the previous study (p<0.001), also, there was significantly higher energy intake (p=0.005) and fat intake (p=0.001). The patients didn´t meet their recommended minimum fluid-, energy- nor protein intake according to records and recommended food and nutrient intake for frail or sick old adults.
    Conclusions: Nutritional status of the geriatric patients at LSH is still insufficient. It´s appropriate to add 1-2 oral nutritional drinks daily for all geriatric patients and make the afternoon- and evening snacks more energy- and protein enriched. Plate waste could possibly be decreased if dinner were the biggest
    meal of the day.

Samþykkt: 
  • 23.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Ásdís Lilja Lokaskil.pdf1,72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing 1.pdf1,75 MBLokaðurYfirlýsingPDF