is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33196

Titill: 
  • Titill er á ensku Inflammatory bowel disease: Nutritional status and patient information
  • Bólgusjúkdómar í meltingarvegi: Næringarástand og fræðsluefni fyrir sjúklinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur og markmið: Crohn’s og Colitis Ulcerosa eru langvarandi bólgusjúkdómar í meltingarvegi sem geta haft áhrif á mataræði og næringarástand. Algengt er að sjúklingar breyti mataræði sínu við greiningu og þegar sjúkdómurinn versnar. Lítið er um sértækar næringarráðleggingar fyrir þennan hóp þar sem sjúkdómsmynd, einkenni og meðferð er einstaklingsbundin. Markmið þessa verkefnis er að skoða núverandi þekkingu á næringarástandi IBD. Farið verður yfir þær næringarupplýsingar sem til eru fyrir IBD sjúklinga hér á landi og í framhaldi útbúið fræðsluefni um næringu IBD sjúklinga.
    Aðferðir: Notast var við gagnasafn Jónu Bjarkar Viðarsdóttur vegna verkefnisins; „Dietary intake and nutritional status of inflammatory bowel disease patients‟. Ítarleg leit að gagnrýndu efni varðandi mataræði og næringarástand IBD sjúklinga var gerð með leitarvél PubMed. Í framhaldi var bæklingur um næringu IBD sjúklinga útbúinn.
    Niðurstöður: Meirihluti þátttakenda (87%) taldi mataræði hafa áhrif á sjúkdómseinkenni og breytingar á mataræði voru algengar (72%) eftir greiningu. Algengast var að sjúklingar takmörkuðu neyslu á mjólkurvörum, kjöti, skyndibita, gosi og áfengi. Nær helmingur þátttakenda eða 46% hafði verið greindur með næringarskort og þá helst járnskort (38%). Næringarefnainntaka var ekki nægjanleg en aðeins 41% tók aukalega inn D-vítamín og 15% kalk. Aðeins 28% höfðu fengið næringarráðleggingar frá lækni eða hjúkrunarfræðing eftir greiningu. Algengast var að sjúklingar leituðu sér upplýsinga um næringu á netinu (63%) en 53% leituðu til fjölskyldu eða vina. Sjúklingar leituðu sér jafnt upplýsinga hjá heilsubúðum eins og hjá næringarfræðingi (18%).
    Ályktun: IBD getur haft víðtæk áhrif á næringarástand. Breytingar á mataræði voru algengar meðal sjúklinga, inntaka viðbóta var takmörkuð og næringarefnaskortur fremur algengur. Sértækar næringarráðleggingar og upplýsingar fyrir sjúklinga var takmörkuð. IBD getur haft veruleg áhrif á næringarástand og almenna heilsu sjúklingsins. Bætt aðgengi að næringaraðstoð, fræðslu og áreiðanlegum upplýsingum er nauðsynleg.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction and aim: Crohn's disease and Ulcerative Colitis are long lasting inflammatory bowel diseases that can have a significant effect on diet and nutritional status. Dietary changes are common at the time of diagnosis and when the disease is in exacerbation. The diseases onset, symptoms and treatment differ from one individual to the next. Specialized nutritional recommendations are limited. The aim of this thesis is to review data on nutritional status in IBD. Nutritional information available for IBD will be reviewed and a booklet on nutrition for IBD published.
    Method: Data collected by Jóna Björk Viðarsdóttir for her thesis; "Dietary intake and nutritional status of inflammatory bowel disease patients" was used. A comprehensive review of literature was made using the PubMed database. A booklet on IBD and nutrition was formed and published.
    Results: The majority of participants (87%) identified diet as a symptom trigger. Dietary changes were common (72%) after diagnosis. These dietary changes included a reduction/ exclusion of dairy, meat, fast food, soda and alcohol. Almost half or 46% had been diagnosed with a micronutrient deficiency most commonly iron deficiency (38%). Vitamin supplementation intake was inadequate where only 41% took vitamin D supplements and 15% calcium supplements. Only 28% received nutritional advice after diagnosis. The internet was the most common source for nutritional information (63%). Friends and family (53%) were second to the internet. It was just as common for patients to get their information from health stores as from a nutritionist (18%).
    Conclusion: IBD can have a wide effect on nutritional status. Dietary changes were common, supplementation was inadequate and diagnosis for nutrient deficiency was fairly common. Specialized nutritional information and education was scarce. IBD can have a great impact on nutritional status and overall health. Improved access to reliable information and nutritional assistance is essential.

Samþykkt: 
  • 23.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð2019.pdf5,24 MBLokaður til...01.05.2029HeildartextiPDF
Skemmuyfirlýsing-.pdf339,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF