is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33198

Titill: 
 • Fár er svo vitur að allt sjái sem er: Tiðni óráðs á gjörgæsludeildum Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Óráð er truflun á athygli og vitund sem þróast á stuttum tíma. Óráð er algengt hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum og getur haft líkamlegar, sálrænar og vitrænar afleiðingar. Lykilatriði í fyrirbyggingu og meðferð óráðs er að meta óráð regulega með viðurkenndu matstæki.
  Markmið: Að kanna tíðni og skráningu hjúkrunarfræðinga á óráði hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum Landspítala á sex vikna tímabili fyrir innleiðingu verklagsins Verkir, vökustig og óráð.
  Aðferð: Rannsóknarsniðið var megindlegt, lýsandi og afturvirkt. Inntökuskilyrði sjúklinga voru að vera 18 ára eða eldri og hafa dvalið á gjörgæsludeildum Landspítala ≥ 24 klukkustundir frá 1. desember 2017 til 12. janúar 2018 (N=95). Gögn um tíðni óráðs, metið með matstækinu Confusion Assessment Method for the Intensive Care Unit (CAM-ICU) og skráning hjúkrunarfræðinga á óráðsmati í gjörgæsluskráningarkerfi voru athuguð. Forspárgildi óráðs (PRE-DELIRIC SCORE) var notað til að meta líkur á óráði. Gátlistinn Transparent Reporting of Evaluations with Non-randomized Designs (TREND) var notaður við vinnslu rannóknarskýrslunnar.
  Niðurstöður: Af 95 sjúklingum voru fimm (5%) með óráð. Sjö sjúklingar (7%) af 95 voru metnir með CAM-ICU matstækinu samkvæmt skráningu hjúkrunarfræðinga. Meðallíkur á óráði hjá sjúklingum (N=95) í gjörgæslulegunni voru 33%. Alls 60 sjúklingar (63%) af 95 höfðu meðal til mjög miklar líkur á óráði samkvæmt forspárgildi óráðs.
  Ályktun: Óráð hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum getur haft áhrif á hvernig þeim farnast. Þörf er á úrbótum í mati og skráningu á óráði á gjörgæsludeildum Landspítala. Innleiðing verklagsins Verkir, vökustig og óráð gæti haft í för með sér úrbætur og ávinning fyrir gjörgæslusjúklinga.
  Lykilorð: Fyrirbygging, gjörgæsludeildir, hjúkrun, leiðbeiningar, óráð, skráning.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Delirium is a disturbance in attention and consciousness and develops over a short period of time. Delirium is common in Intensive Care Unit (ICU) patients and can have physical, psychological and cognitive consequences. Regular assessment of delirium with a validated tool supports delirium prevention and treatment.
  Objective: To explore frequency and nurses’ documentation of ICU patients’ delirium before implementing a “Pain, Agitation and Delirium” guideline.
  Method: A quantitative, descriptive and retrospective study. Patients, ≥ 18 years of age, with ≥ 24 hours ICU stay at Landspitali University Hospital from December 1st 2017 until January 12th. 2018 (N=95) were included. Frequency of delirium, assessed with The Confusion Assessment Method for the Intensive Care Unit (CAM-ICU), and nurses documentation of patients´ CAM-ICU assessments were studied. PRE-DELIRIC prediction model was used for assessing patients´ probability of delirium. The transparent reporting of evaluations with nonrandomized designs (TREND) guided the study reporting.
  Results: Five patients (5%) out of 95 had delirium. Nurses documentation revealed that seven patients (7%) of 95 were CAM-ICU assessed. The mean probability of delirium was 33% (N=95). Sixty patients (63%) out of 95 had medium to very high risk of delirium assessed with the PRE-DELIRIC prediction model.
  Conclusion: Delirium of ICU patients can impact their outcome. There is need for improvement in assessing and documenting patients´ delirium at Landspitali University Hospital ICUs. The implementation of the “Pain, Agitation and Delirium” guideline could lead to improvement and benefit ICU patients.
  Key Words: Delirium, documentation, guideline, intensive care units, nursing, prevention.

Samþykkt: 
 • 23.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni_13.maí_aej19-kvb2.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf196.64 kBLokaðurYfirlýsing um meðferð lokaverkefnisPDF