is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/332

Titill: 
 • Vinur er sá annars er ills varnar : félagsþroski barna í grunnskólum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Tilgangur þess er að fjalla um félagsþroska barna og hversu mikilvægt það er að efla hann í skólum. Spurt er spurninga á borð við: Eiga nemendur sem eiga í erfiðleikum við nám erfitt með að mynda félagsleg tengsl við bekkjarfélaga? Á hvern hátt vinnur skólinn að eflingu félagsþroska barna, hvaða leiðir eru skólunum mögulegar?
  Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um kenningar fræðimanna um félagsþroska barna, hvernig hann myndast og hvernig hann þróast. Þessu næst kemur kafli um hvert hlutverk skóla er varðandi eflingu félagsþroska. Fjallað er um þær kenningar sem skólar gætu unnið eftir til að efla hann í skólastarfinu og hugmyndafræði sem tengist félagslegu uppeldi. Einnig er fjallað um nemendur sem gætu átt erfitt með að tengjast bekkjarfélögum félagslega sökum fötlunar, námserfiðleika eða hegðunarvandamála.
  Þriðji kafli ritgerðinnar fjallar um könnun sem gerð var í þremur skólum; tveimur í þéttbýli einum stórum og einum litlum og einum í dreifbýli. Viðtöl voru tekin við skólastjórnendur en þau voru byggð á fræðilegum kafla þessarar ritgerðar. Skoðaðar voru þær stefnur sem skólarnir vinna eftir og hvernig þær taka á þróun félagsþroska. Einnig var kannað hvernig sérkennslumálum er háttað, þ.e. hvort tekið er tillit til sérkennslunemenda hvað varðar félagsþroska. Eins var kannað hvort skólastjórar hafa einhverja tilfinningu fyrir því hvort þeir nemendur sem eiga erfitt með nám eigi erfiðara en aðrir nemendur með að mynda félagsleg tengsl.
  Það er von höfundar að ritgerðin nái að vekja skólastjórnendur til umhugsunar um félagsþroska nemenda og að fleiri skólar fari að setja fram áætlanir um hvernig þeirra skóli eigi best með að efla hann.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vinur.pdf1.3 MBOpinnVinur er sá annars er ills varnar - heildPDFSkoða/Opna