is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33200

Titill: 
 • Sjálfstæð Katalónía: Áskoranir og tækifæri
 • Titill er á ensku Independent Catalonia: Challenges and Opportunities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar meistararitgerðar í alþjóðasamskiptum er vaxandi aðskilnaðarhyggja í heiminum sem skoðuð er í ljósi aðskilnaðaróskar Katalóníuhéraðs á Spáni og áskorunum og tækifærum héraðsins sem sjálfstætt ríki í alþjóðasamfélaginu. Aðskilnaðarósk Katalóníu er skoðuð á þremur greiningarstigum: innanlands á Spáni, gagnvart Evrópusambandinu og í hnattrænu samhengi. Þessi þrjú greiningarstig varpa ljósi á tækifæri og ógnanir Katalóníu í sjálfstæðisbaráttunni og sem sjálfstæðs ríkis í alþjóðasamfélaginu. Ástæðan fyrir sjálfstæðisósk héraðsins er einnig útskýrð og viðbrögð Evrópusambandsins. Aðskilnaðarósk Katalóníu er síðan sett í samhengi við sívaxandi hnattvæðingu heimsins.
  Aðskilnaðarhyggja Kataloníu er skoðuð í ljósi samskipta héraðsins í gegnum aldirnar við miðstjórnarvaldið á Spáni. Sjálfstæðiskrafa Katalóna byggir á hugmyndinni um þjóð sem grundvallast á sameiginlegum menningararfi og tungumáli. Sjálfstjórnarlögin 2006 festu í sessi og juku réttindi Katalóníu sem sjálfstjórnarhéraðs en með útskurði Stjórnlagadómstóls Spánar 2010 reyndi stjórn Lýðflokksins sporna við aukinni sjálfstjórn Katalóníu. Stjórnlagaútskurðurinn olli mikilli reiði í Katalóníu og jók fylgi við aðskilnaðarhyggju sem náði hámarki með sigri aðskilnaðarsinna í almennum kosningum 2015, allsherjarkosningum 2017 um aðskilnað og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsstjórnar Katalóníu. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda gagnvart katalónskum stjórnmálamönnum og aðskilnaðarsinnum reyndu á þanþol lýðræðisins á Spáni og virðast hafa aukið fylgi við aðskilnað. Ákveðin þýða í samskiptum Spánar og Katalóníu hefur nú skapast með nýjum forsætisráðherra og stórtapi Lýðflokksins í nýafstaðnum kosningum á Spáni.
  Viðbrögð Evrópusambandsins við sjálfstæðisósk Katalóníu hafa einkennst af aðgerðarleysi. Ástæðan er annars vegar ótti við sívaxandi aðskilnaðarhyggju innan aðildarlanda ESB og hinsvegar sá að Spánn er aðildarland ESB sem veldur því að ómögulegt er að taka pólitíska afstöðu gagnvart aðskilnaðarósk Katalóníu. Möguleikar Katalóníu sem aðildarríki innan ESB gæti opnað mörg tækifæri fyrir héraðið og hinsvegar verið skjól fyrir sjálfstæða Katalóníu líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir alþjóðasamfélagsins.
  Aðskilnaðarhyggja Katalóníuhéraðs er skoðuð í tengslum við síaukna hnattvæðingu heimsins. Tveir andstæðir kraftar hnattvæðingar takast á. Einn krafturinn skapar aukna einsleitni í heiminum en ýtir um leið undir þjóðerniskennd og aðskilnaðarhyggju þegar þjóðabrot spyrna á móti einsleitninni og standa vörð um sérstöðu sína, menningu og arfleifð.
  Sú tilgáta er sett fram í þessari rannsóknarritgerð að Katalónía hafi alla burði til þess að verða sjálfstætt ríki í alþjóðasamfélaginu líkt og önnur smáríki af svipaðri stærð, ef tekið er tillit til stærðar landsvæðis, mannfjölda og efnahags (VLF). Samanburður við þrjú smáríki ESB, Austurríki, Belgíu og Danmörk sýna að þessi tilgáta er rétt. Ef huglægari breytur eru s.s. hugmyndir katalónsku stjórnmálaelítunnar eða alþjóðasamfélagsins eru teknar til greina við rannsóknina rennur það enn frekar stoðum undir góða möguleika héraðsins sem sjálfstæðs ríkis og dýpkar einnig skilning á möguleikum smáríkja í alþjóðakerfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this MA thesis in International relations is growing secessionism in the world. Secessionism in Catalonia, Spain and the challenges and opportunities of the region as an independent state is used as a case study to research secessionism in general. Catalonia‘s secessionism and struggle for independence is analyzed on three levels: On a domestic level, i.e. within Spain, on a regional level, i.e. within EU and on a global level in relation with today´s world wide globalization. These three levels of analysis shed the light on Catalonia‘s opportunities and challenges as an independent state and explain the reason for secessionism in the region, the opportunities within EU and the region´s secessionism in relation to steadily growing secessionism in the world.
  To highlight the causes of Catalonia’s independence claim a historical overview of the relationship between the central government of Spain and Catalonia is given. One of the principal causes of Catalonia‘s secessionism is the idea of its people as a nation with a common heritage and language, repressed through centuries by central authorities. After Spain’s transition to democracy, and especially with the 2006 autonomy statute, Catalonia’s rights were institutionalized. However, with the 2010 constitutional court’s verdict the right wing government in Spain managed to withdraw some of Catalonia’s 2006 autonomy rights. This increased support for secessionism and independence in Catalonia which accumulated when secessionists won the general elections in 2015 and furthermore in the 2017 referendum on independence as well as Catalonia´s independence claim. Recent national elections and government change in Spain promise common grounds for negotiations.
  EU‘s reaction to Catalonia‘s independent claim have been characterized by inertia. The reason is fear about growing secessionism inside EU‘s member states. Furthermore, Spain is a EU member state which makes it impossible for EU to take sides in the dispute of Catalonia independent claim. However, becoming an independent country and then possibly a EU member state could create a range of opportunities for Catalonia. Furthermore, EU could be considered a shelter provider for Catalonia like other international institutions in the international community.
  Catalonia’s secessionism also is observed in relation with increasing globalization of the world. Two opposite forces are working in the globalization process. One force is creating increasingly more homogeneous world which then creates another that incites nationalism and secessionism when nations without states and regions struggle against this homogeneous effect to protect their common language and cultural heritage.
  The hypothesis presented in this research claims that taking into account the size of territory, population and gross domestic product (GDP) Catalonia would, like other similar small states, have very good possibilities to become a prosperous new state in the international community. Comparison with three small states in the EU, i.e. Austria, Belgium and Denmark support this hypothesis. Furthermore, if more subjective variables are introduced regarding the smallness of states and the possibilities and challenges of these small states in the international community they none but support the theory. Subjective variables regarding small states size and possibilities are important when it comes to theorizing and deepening the understanding of small states possibilities in the international arena.

Samþykkt: 
 • 23.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SJALFSTAED_KATALONIA_ASKORANIR_OG_TAEKIFAERI.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlysing_SJALFSTAED_KATALONIA_ASKORANIR_OG_TAEKIFAERI_Ragnheidur_Armannsdottir.pdf286.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF