is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33201

Titill: 
 • Útbreiðsla ofþyngdar meðal íslenskra grunnskólanemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöður úr landskönnun árin 2017 og 2018.
 • Titill er á ensku Prevalence of overweight among Icelandic students in the 6th, 8th and 10th grade. Results from a national survey conducted in 2017 and 2018.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eitt helsta heilsufarsvandamál sem steðjar að í samfélaginu er ofþyngd barna og unglinga. Ofþyngd barna getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í formi aukinnar tíðni lífsstílssjúkdóma síðar á ævinni.
  Tilgangur þessa verkefnis var að kanna útbreiðslu ofþyngdar meðal íslenskra grunnskólanemenda í 6., 8., og 10. bekk og athuga hvort bakgrunnsþættir í lífi þeirra hafi áhrif á tíðni ofþyngdar. Þær bakgrunnsbreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni voru aldur, kyn, búseta, fjölskyldugerð, þjóðerni og efnahagsstaða. Rannsakað var hver útbreiðslan væri og hvaða bakgrunnsbreyta hafði sterkustu tengslin við tíðni ofþyngdar.
  Verkefnið byggði á landskönnuninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem var lögð fyrir nemendur skólaárin 2017-2018. Öllum grunnskólum landsins var boðin þátttaka og tók hún eina kennslustund. Spurningalistarnir voru útfylltir á rafrænu formi án þess að hægt væri að rekja svörin. Heimtur í landskönnuninni voru 54,5% og byggist verkefnið á svörum 6.102 íslenskra nemenda en það var sá fjöldi sem skilaði vel útfylltum spurningalista. Notast var við spurningar úr könnuninni sem lýstu hæð og þyngd nemenda til þess að reikna líkamsþyngdarstuðul þeirra. Ofþyngd var því næst tengd við valdar bakgrunnsbreytur.
  Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að tíðni ofþyngdar meðal barna á Íslandi jókst með hækkandi aldri en það var öfugt við niðurstöður flestra annarra Evrópuþjóða. Fjölskyldusamsetning var sú breyta sem hafði mest áhrif á tíðni barna í ofþyngd, en þó sýndu allar bakgrunnsbreyturnar veika fylgni í tengslum við tíðni ofþyngdar. Tíðnin var lægst hjá þeim börnum sem bjuggu hjá báðum kynforeldrum en jókst hjá þeim börnum sem bjuggu hjá einstæðu foreldri, hjá stjúpforeldrum og að lokum var tíðnin hæst hjá þeim sem bjuggu við annað úrræði. Aðrar bakgrunnsbreytur höfðu allar marktæk tengsl við ofþyngd nema breytan þjóðerni. Fleiri drengir voru í ofþyngd heldur en stúlkur og tíðnin var hærri hjá þeim börnum sem bjuggu á landsbyggðinni. Börn sem bjuggu við miðlungs eða háa efnahagsstöðu voru ólíklegri til að vera í ofþyngd heldur en börn sem tilheyrðu lágri efnahagsstöðu.
  Út frá niðurstöðum könnunarinnar má draga þá ályktun að tíðni barna í ofþyngd sé lægri nú en seinustu ár hafa sýnt. Hugsanlega gæti þetta verið vegna aukinnar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi heilbrigs lífstíls og betri forvarna í grunnskólum. Þessar forvarnir eru til að mynda þróunarverkefnið Heilsueflandi grunnskóli en einnig hefur verið lögð áhersla seinustu ár á að efla starf skólahjúkrunarfræðinga með tilliti til heilsueflingar. Tíðni ofþyngdar er mismunandi eftir bakgrunni nemenda og ætti að leggja aukna áherslu á forvarnir meðal barna sem tilheyra þeim hópum.

 • Útdráttur er á ensku

  Overweight among children and teenagers is among society’s biggest health problems. Overweight children are at a greater risk of facing lifestyle diseases later in life.
  This study focuses on the prevalence of overweight among Icelandic secondary school students in the 6th, 8th and 10th grade, and differences in frequency of overweight by sociodemographic background. The background variables are age, sex, family structure, ethnicity and economic status.
  The study is based on the Icelandic part of the international collaborative HSBC (Health Behaviour in School-Aged Children) survey, which was conducted in the school year 2017-2018. Students filled out the study questionnaire in the classroom. The survey was conducted electronically and the answers were untraceable. This study is based on the answers of 6.102 students who returned valid questionnaire (response rate 54,4%). Questions regarding the students’ height and weight were used to calculate their BMI to determine the presence or absence of overweight. Background differences in overweight were subsequently analysed.
  The main results are that overweight increased among Icelandic schoolchildren as they got older, which contrasts with results in most other European studies. Family structure was the variable most strongly related to overweight among children. The frequency of overweight was lowest among children who lived with both of their biological parents, higher among children who lived with a single parent or a stepparent, and highest among children in other living family arrengements. Other background variables were also related to overweight, with the exception of one – ethnicity. Boys were more likely to be overweight than girls, and children living outside the capital area were more likely to be overweight. Children with high or average family affluence were less likely to be overweight than children with lower affluence.
  It is concluded that overweight in Icelandic schoolchildren has declined in recent years. This is possibly because of increased awareness about the importance of a healthy lifestyle and improved prevention measures in schools, such as the development program Heilsueflandi grunnskóli (e. Health Promoting School), as well as increased emphasis on the school nurse’s role in health promotion. Nonetheless, the frequency of overweight among children differs between students by sociodemographic backgrounds, and prevention measures should be emphasized among the higher risk groups.

Samþykkt: 
 • 23.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð- 3.maí- Sólveig Jakobsdóttir og Valdís Bjarnadóttir.pdf476.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf72.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF