is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33206

Titill: 
 • Óvæntar endurkomur dagskurðsjúklinga innan 30 daga frá útskrift af Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Dagskurðaðgerðum fer sífellt fjölgandi hér á landi og víða um heim vegna þess hve hagstæðar þær eru ásamt þeim mörgu kostum sem þeim fylgja. Hjúkrunarfræðingar sinna mikilvægu hlutverki við að fræða og undirbúa sjúkling undir bataferli eftir dagskurðaðgerð. Lítið hefur verið rannsakað á Íslandi um afdrif dagskurðsjúklinga til dæmis óvæntar endurkomur þeirra, en erlendis er tíðni óvæntra endurkoma verið metin 0,2-4%. Mikilvægt er að afla slíkra upplýsinga til að kanna þörf á umbótum í þjónustu og fækka óvæntum endurkomum.
  Tilgangur: Að kanna óvæntar endurkomur dagskurðsjúklinga á Landspítala innan 30 daga frá útskrift.
  Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þar sem notuð var afturvirk lýsandi aðferð til að skoða óvæntar endurkomur dagskurðsjúklinga á skurðlækningasviði Landspítala innan 30 daga frá útskrift á fimm ára tímabili (2014-2018). Gögn voru sótt úr vöruhúsi gagna og úr starfsemistölum Landspítala og greind með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður: Á 5 ára tímabili fjölgaði dagskurðaðgerðum úr 46,8% í 55,8% af öllum framkvæmdum skurðaðgerðum á Landspítala. Flestir dagskurðsjúklingar útskrifuðust heim og að meðaltali áttu 13,5% þeirra óvænta endurkomu innan 30 daga. Af þeim komu 38,3% á bráðadeild en 61,7% komu annað hvort á dagdeild eða voru skráðir á aðrar sérgreinar. Karlar voru með hlutfallslega fleiri óvæntar endurkomur eða 52,7% en konur 47,3%. Flestir sjúklingar sem áttu óvænta endurkomu skráðust á sömu sérgrein og þeir tilheyrðu í fyrri legu, nema bæklunarskurðsjúklingar þar sem 47,9% skráðust hjá bráðalækningum. Kviðarhols- og brjóstaskurðlækningar áttu hlutfallslega flestar óvæntar endurkomur eða 28,1%. Flestar óvæntar endurkomur eða 22,9% voru á fyrsta degi eftir útskrift og í 23,4% tilvika var engin greining skráð.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að óvæntar endurinnlagnir á Landspítala eru algengari en víða annars staðar og kanna þarf ástæður þess og leiðir til að fækka óvæntum endurkomum eftir dagskurðaðgerðir. Kanna þyrfti hvort sjúklingar eru nægilega vel undirbúnir fyrir útskrift og þörf er á frekari rannsóknum á ástæðum óvæntra endurkoma dagskurðsjúklinga, þar sem hlutfall þeirra er hátt á Landspítala miðað við erlendis. Nauðsynlegt er að bæta skráningu til þess að fá sem áreiðanlegustu upplýsingarnar og auka möguleika til frekari rannsókna.
  Lykilorð: Hjúkrun, dagskurðsjúklingar, óvæntar endurkomur, skurðaðgerð

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - Berglind og Katrin.pdf818.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing B og K.pdf95.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF