Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33207
Blæðing í kjölfar fæðingar getur haft alvarlegar afleiðingar og er ein algengasta ástæða gjörgæsluinnlagna tengd meðgöngu eða fæðingu. Alvarleg blæðing í kjölfar fæðingar er algengasta orsök mæðradauða í heiminum. Megin tilgangur samantektar¬innar var að greina frá mati og meðferðum við blæðingu í kjölfar fæðingar og þeim afleiðingum sem blæðing getur haft. Skilgreining alvarlegrar blæðingar í kjölfar fæðingar var einnig skoðuð.
Kerfisbundin samantekt var gerð, þar sem leitað var í gagnabankanum PubMed að rannsóknum á blæðingu í kjölfar fæðingar. Heimildaleit var takmörkuð við rannsóknargreinar birtar síðustu 5 ár á ensku eða íslensku.
Blæðing í kjölfar fæðingar er skilgreind sem blóðmissir yfir 500 millilítrum. Nákvæmt eftirlit með blóðmissi fæst með vigtun blóðs. Lífsmarkamælingar ásamt blóðrauða-, laktat- og blóðsykursgildum geta stutt við mat á ástandi sjúklings með blæðingu í kjölfar fæðingar. Mælitækin MEOWS, MEWC, MEWT og MEWS eru næm fyrir fylgikvillum tengdum meðgöngu eða fæðingu en þó ekki fyrir blæðingu.
Alvarlegar afleiðingar geta meðal annars verið dreifð blóðstorknun og blóð-þurrðarlost. Mat og eftirlit miðar að því að greina blæðingu í kjölfar fæðingar snemma svo hægt sé að grípa inn í með viðeigandi meðferð. Meðferð leitast fyrst og fremst við að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar með því að stöðva blæðingu. Meðferð getur samanstaðið af samdráttaraukandi lyfjum, þrýstibelg og blóðhlutagjöf. Grípa getur þurft til ífarandi meðferða náist ekki stjórn á blæðingu. Mikilvægt er að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Þar er snemmtæk meðferð lykilatriði. Rannsóknir sýna að tíðni alvarlegra afleiðinga er lægri ef meðferð hefst snemma, áður en blóðmissir verður mikill.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni fyrir skemmu.pdf | 1.13 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing-3.pdf | 224.39 kB | Locked | Yfirlýsing |