Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33208
Bakgrunnur: Rafrettunotkun hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal ungmenna um allan heim á síðustu árum. Miklar breytingar hafa orðið á tóbaksneyslu ungmenna með tilkomu rafrettunnar og er það áhyggjuefni að ungt fólk ánetjist nikótíni í auknum mæli. Svo virðist sem viðhorf fólks til rafretta sé jákvæðara en til annarra tóbaksvara en langtímaáhrif rafrettunotkunar eru ekki þekkt þar sem um nýlegt fyrirbæri er að ræða. Sterkar vísbendingar eru um skaðsemi rafretta og að tengsl séu á milli rafrettunotkunar og notkunar á annars konar tóbaksvörum.
Tilgangur: Tilgangur þessa verkefnis er að kanna rafrettunotkun grunnskólanemenda í 10. bekk á Íslandi og bera saman við bakgrunnsþættina kynferði, aldur, þjóðfélagsstöðu, þjóðerni, fjölskyldugerð og búsetu.
Aðferð: Verkefni þetta er byggt á könnuninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir nemendur í grunnskólum landsins árið 2018. Alls 2016 nemendur í 10. bekk tóku þátt og voru heimturnar 51,9%. Í þessu verkefni er áhersla lögð á rafrettunotkun ungmenna þar sem spurt var um tíðni rafrettunotkunar um ævina og síðustu 30 daga. Einnig var notast við spurningar um búsetu, kyn, þjóðerni, þjóðfélagsstöðu og fjölskyldugerð til að meta tengsl á milli rafrettunotkunar og þessara bakgrunnsþátta.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að rafrettunotkun var töluvert algengari en sígarettunotkun meðal ungmenna í 10. bekk. Alls höfðu 35,3% prófað rafrettu um ævina, en einungis 13,2% reykt sígarettu. Af þeim sem höfðu notað rafrettu voru 65,1% sem ekki höfðu reykt sígarettu og því stór hópur sem einungis hefur prófað rafrettu. Marktæk tengsl voru á milli rafrettunotkunar og fjölskyldugerðar þar sem ungmenni sem bjuggu hjá báðum lífforeldrum voru ólíklegri til að hafa notað rafrettu. Einnig var marktækur munur á rafrettunotkun milli landshluta. Niðurstöður benda til þess að ungmenni séu ýmist ekki að nota rafrettur eða séu að nota þær í einhverjum mæli.
Ályktanir: Rafrettunotkun er nokkuð algeng meðal 10. bekkinga þar sem um þriðjungur þeirra hafa prófað rafrettu. Ýmsir þættir geta haft áhrif á það hvort ungmenni noti rafrettur og er þörf á að skoða þá frekar. Ljóst er að fjölskylda og foreldrar hafa mikil áhrif á ungmenni og geta foreldrar gegnt mikilvægu hlutverki í forvarnarfræðslu ungmenna. Þörf er á að grípa til aðgerða til þess að stöðva þessa þróun rafrettunotkunar ungs fólks. Svo virðist sem ákveðin viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað í samfélaginu og gæti fræðsla til foreldra og ungmenna komið að gagni.
Lykilorð: Unglingar, rafrettur, búseta, þjóðfélagsstaða, kynferði, þjóðerni, fjölskyldugerð.
Background: Use of e-cigarettes has increased significantly amongst young people all over the world in recent years. There have been some changes in tobacco consumption among young people with the introduction of the e-cigarette and it’s a concern that more young people might become addicted to nicotine. It seems that attitudes are more positive towards e-cigarettes than to other tobacco products, but the long-term effects of e-cigarette use are not known since it’s a fairly new phenomenon. There are strong signs that e-cigarette use can be harmful and that there is a connection between the use of e-cigarettes and other tobacco products.
Purpose: The purpose of this project was to look into e-cigarette use among 10th graders in Icelandic schools and compare e-cigarette use by gender, age, socioeconomic status, ethnicity, family structure and residence.
Method: This project was based on the Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC) Survey, which was conducted at the compulsory education level in Iceland in 2018. A total of 2016 students in 10th grade participated and the response rate was 51,9%. This project focuses on adolescents use of e-cigarettes in their lifetime and in the past 30 days. In addition, students were asked about residence, gender, ethnicity, socioeconomic status and family structure, to assess the relationship between e-cigarette use and those background factors.
Results: The main findings were that e-cigarette use was much more frequent than smoking among 10th graders. A total of 35,3% had tried e-cigarettes in their lifetime, but only 13,2% had smoked a cigarette in their lifetime. Of those who had used e-cigarettes, 65,1% had not smoked a cigarette, and therefore there was a large group of adolescents who only used e-cigarettes. There were notable correlations between e-cigarette use and family structure, where adolescents living with both parents were less likely to have used e-cigarettes. There were also correlations between e-cigarette use and residence. The results furthermore indicate that adolescents are either not using e-cigarettes at all, or are using them to some degree.
Conclusions: The use of e-cigarettes is quite common amongst 10th graders, with about one-third of them having tried e-cigarettes. Many factors can affect whether adolescents use e-cigarettes and they need to be examined further. It's clear that family and parents have a great influence on adolescents and parents can play an important role in prevention. Action is needed to reverse the development of e-cigarette use among young people. It appears that a change in attitude is needed in the society. Education directed at parents and adolescents could be useful way to proceed.
Keywords: Adolescents, e-cigarettes, residence, socioeconomic status, gender/sex, ethnicity, family structure.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rafrettunotkun nemenda í 10. bekk á Íslandi.pdf | 479.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 186.26 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |