is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33210

Titill: 
 • Mat á verkjum skurðsjúklinga: Samanburður á lóðréttum tölukvarða, láréttum tölukvarða og lýsingarorðakvarða
 • Titill er á ensku Pain evaluation of postoperative patients Comparing vertical numeric scale, horizontal numeric scale and verbal descriptive scale
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur. Meirihluti skurðsjúklinga upplifir verki eftir skurðaðgerð, um 57 - 90% þeirra eru með verki fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð. Rannsóknir hafa sýnt að verkirnir auka þjáningu, geta lengt sjúkrahússdvöl, valdið líkamlegri og andlegri vanlíðan og í versta falli geta verkir eftir skurðaðgerð orðið langvinnir. Mælt er með notkun viðurkenndra matskvarða til að meta styrk verkja hjá skurðsjúklingum, og í framhaldinu geta veitt viðeigandi meðferð. Hjúkrunarfræðingar eru því í lykilstöðu til að sinna mati og meðferð verkja. Þeir þurfa því að hafa aðgang að áreiðanlegum og réttmætum kvörðum til að meta styrk verkjanna.
  Tilgangur rannsóknar. Að meta réttmæti og fýsileika tölukvarða (lárétts og lóðrétts) og lýsingarorðakvarða við mat á verkjum. Kannað var samræmi á milli kvarðanna og hvern þeirra sjúklingum fannst best að nota. Þá var skoðað hvar á kvörðunum skurðsjúklingar töldu sig þurfa á meðferð að halda.
  Rannsóknarsnið. Er framsýn, lýsandi megindleg rannsókn. Úrtakið samanstóð af sjúklingum, 18 ára og eldri sem höfðu farið í skurðaðgerð og voru á fyrsta eða öðrum degi eftir aðgerð á Landspítala. Úrtaksstærð var valin út frá aflgreiningu og var ætlunin að safna gögnum frá 70 sjúklingum. Kvarðarnir þrír voru lagðir af handahófi fyrir þátttakendur. Í framhaldi af því svöruðu þeir tveimur spurningarlistum um styrk verkja, hvern kvarðanna þeir vildu helst nota og hvar á kvörðunum þeir töldu sig þurfa á meðferð að halda. Notað var tölfræðiforritið SPSS við úrvinnslu gagna, með tíðnitöflum, Spearman’s prófi, og lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður. Fylgni á milli orðakvarða, lárétts tölukvarða og lóðrétts tölukvarða var sterk þar sem fylgnistuðull var í öllum tilvikum meiri en (r=0,569), og var það marktækt þar sem p<0,05. Flestir skurðsjúklingarnir vildu nota lýsingarorðakvarðann (56,7%), fannst lýsingarorðakvarðinn lýsa verk sínum best (56,1%). Jafnframt kom í ljós að auðveldast var að nota lýsingarorðakvarðann (47,1%). Meðalstyrkur verkja á þeirri stundu sem var spurt á láréttum tölukvarða var 2,4 af 10 (staðalfrávkik 1,7) og lóðrétta tölukvarða 2,3 (staðalfrávik 1,76) en á lýsingarorðakvarða var meðalstyrkur „vægir verkir“. Meðalstyrkur verkja síðustu 24 klst. var 5,8 á lárétta tölukvarðanum (staðalfrávik 2,4) og 5,6 á lóðrétta tölukvarðanum (staðalfrávik 2,4), en „miðlungs“ miklir verkir á lýsingarorðakvarða.
  Ályktanir. Verkir skurðsjúklinga voru að meðaltali miðlungs miklir þegar metinn var liðinn sólarhringur. Niðurstöður benda til þess að gott samræmi sé á milli kvarðann þriggja. Bendir það til að þeir séu réttmætir er kemur að verkjamati hjá skurðsjúklingum. Lýsingarorðakvarði var sá kvarði sem skurðsjúklingar vildu helst nota. Kvarðarnir þrír henta því allir við mat á styrk verkja hjá þessum sjúklingahópi. Fólk telur þörf á meðferð vera brýna þegar verkir eru metnir sem miklir verkir. Hinsvegar telja skurðsjúklingar ekki þörf á meðferð þegar verkur er metinn sem vægur, og þörf á meðferð ekki brýn þegar verkir er metnir sem miðlungs miklir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. A large portion of post-operative patients have pain after their surgeries, 57 – 90 % have pain the first 24 hours post-op. Research has shown that pain increases suffering, extends hospital stay, and is a cause of mental and emotional discomfort, along with the fact that pain can become chronic. The use of pain scales is recommended to evaluate the pain that post-op patients experience to determine the appropriate individual treatment. Nurses have an important role in this process and need to have the appropriate pain scales that have been standardized for patients.
  Purpose of research. To evaluate the feasibility and validity of three pain scales: horizontal (H-NRS) and vertical (V-NRS) numeric rating scale, and verbal descriptive scale (VDS) in postoperative patients. Also, to see which of these, the patients prefer, along with how much pain or where on the scales they would want and or need treatment.
  Research format. Prospective, descriptive research design was used. The sample size was chosen by power analysis (N=70). Information was collected from patients who were 18 years old or older, and on their first- or second-day post-op. The three pain scales were handed out in randomized order to the patients. They then answered the questionnaire about the pain intensity, which pain scale they preferred and where they would like treatment. The statistical program SPSS was used to analyze the data, we used descriptive statistics and Spearman’s test. The Research was approved by the board of ethics at The National University Hospital.
  Results. The correlation between the VDS and the numeric rating scales was strong, where the minimum correlation was (r=0.569) and the significance was p<0.05. Most of the patients wanted to use the VDS (56.1%), along with finding it the easiest to use (47.1%). The mean intensity of pain evaluated when asked was 2.4 of 10 (std. deviation 1.70) measured on the H-NRS. However, the mean intensity of pain evaluated with V-NRS when asked was 2.3 of 10 (std. deviation 1.76) and the mean intensity on the VDS was “moderate”. Mean intensity of worst pain evaluated over the last 24 hours was 5.8 on the H-NRS (std. deviation 2.4), on the V-NRS the mean for the last 24 hours was 5.6 (std. deviation 2.4) but on the VDS the mean for the last 24 hours as “medium”. Patients wanted immediate treatment for their pain when it had become moderate to worse. However, they didn’t need treatment when pain was evaluated mild or none, but needed treatment that wasn’t immediate when the pain was evaluated as mild or moderate.
  Conclusions. Post-operative patients had experienced moderate to severe pain on average when asked about worst pain in the last 24 hours. When asked about current pain, the pain was however mild. The results show that there was strong correlation between the three pain scales, so we can conclude that they all work in post-op setting. Patients accept no treatment when the pain is mild, want treatment when the pain becomes moderate, and need immediate treatment when the pain becomes severe.

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni_AlexandraogFanný.pdf830.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
61054899_1268095093349193_605920061835706368_n.jpg60.1 kBLokaðurYfirlýsing á meðferð ritgerðarJPG