is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33212

Titill: 
 • Forgangsröðunarkerfi á bráðamóttöku: Fræðileg samantekt um áhrif íhlutana í forgangsröðun á dvalartíma sjúklinga og tengsl hæfni hjúkrunarfræðinga við nákvæmni í forgangsröðun
 • Titill er á ensku Triage systems in emergency departments: A systematic review of the effect of interventions in triage on patients length of stay and the connection between nurses competence and accuracy in triage
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Örtröð á bráðamóttöku er alþjóðlegt vandamál. Hún getur lengt dvalartíma sjúklinga og haft víðtækar afleiðingar á afdrif þeirra. Undanfarna áratugi hafa verið reyndar mismunandi útfærslur af kerfum fyrir, í eða eftir forgangsröðun með það að markmiði að bæta flæði sjúklinga og stytta þar með dvalartíma þeirra. Í forgangsröðun spila hjúkrunarfræðingar lykilhlutverk, í því felst að forgangsraða sjúklingum í rétta flokka og í kjölfarið að koma þeim í rétt ferli innan bráðamóttöku. Til að sjúklingum sé raðað í viðeigandi flokk er mikilvægt að hjúkrunarfræðingur búi yfir tilheyrandi hæfni til að ákvarðanataka verði sem nákvæmust. Bráðamóttakan í Fossvogi er ekki undanskilin örtraðar vandamáli sem hefur aukist undanfarin ár en mikil vinna hefur átt sér stað þar til að leysa og fyrirbyggja þennan vanda.
  Tilgangur: Í fyrsta lagi að skoða mismunandi íhlutanir fyrir, í og eftir forgangsröðun til að kanna áhrif þeirra á dvalartíma sjúklinga. Í öðru lagi að kanna hvernig hæfni hjúkrunarfræðinga tengist nákvæmni í forgangsröðun.
  Aðferð: Gagnaöflun fór fram með kerfisbundinni leit með notkun á orðalista MeSH í gagnasafni PubMed, leitað var eftir rannsóknum á ensku frá árinu 2009-2019. Stuðst var við PRISMA flæðirit við greiningu heimilda. Gæði rannsókna voru metin samkvæmt hugmyndafræði Joanna Briggs stofnunarinnar.
  Niðurstöður: Samtals stóðust 17 rannsóknargreinar inntökuskilyrði. Þrettán rannsóknir sýndu hvaða áhrif mismunandi íhlutanir höfðu á dvalartíma sjúklinga. Fjórar rannsóknir fjölluðu um tengsl hæfni hjúkrunarfræðinga á nákvæmni í forgangsröðun. Hefðbundið forgangsröðunarkerfi eitt og sér náðu oft ekki að anna flæði sjúklinga með ásættanlegu móti. Íhlutun fyrir, í eða eftir forgangsröðun gat haft áhrif á þetta og leitt til þess að sjúklingi var fyrr komið í viðeigandi ferli miðað við bráðleika. Með þessu móti mátti draga úr dvalartíma sjúklinga sem gat haft jákvæð áhrif á afdrif þeirra. Þegar skoðuð voru tengslin milli hæfni og nákvæmni hjúkrunarfræðinga í forgangsröðun þá virtust starfsreynsla og menntun hafa takmarkaða þýðingu. Regluleg upprifjun verkferla höfðu jákvæð áhrif á nákvæmni í ákvarðanatöku í forgangsröðun.
  Ályktun: Íhlutanir fyrir, í og eftir forgangsröðun virðast geta stytt dvalartíma sjúklinga á bráðamóttökum. Mikilvægt er að gera ráð fyrir rúmum aðlögunartíma við innleiðingu nýrra íhlutanna. Þrátt fyrir aukna reynslu og menntun hjúkrunarfræðinga sem sinna forgangsröðun er ekki sjálfsagt að það skili sér í aukinni nákvæmni þegar kemur að ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikilvægt að horfa á verkferla forgangsröðunarkerfanna sem nauðsynlegan þátt í því að meta bráðleika sjúklinga á áreiðanlegan hátt.
  Lykilorð: Forgangsröðun, forgangsröðunarkerfi, örtröð, dvalartími, hjúkrunarfræðingur, hæfni

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Crowding is a worldvide problem in emergency departments. It can increase the length of stay for patients and can have various effects on patients outcomes. Over the past decades, different interventions have been tried out before, in and after triage with the objective to improve patient flow and shorten the length of stay. Nurses have a key role in triage by referring patients into the right category and the appropriate process within the emergency department. It is important that nurses have the adequate competencies to make the decision-making more accurate. The emergency department in Fossvogur is not excluded from the past years increasing crowding but much work has been done to solve and prevent this problem.
  Purpose: Firstly to look at different interventions before, in and after triage and explore their effect on patients length of stay. Secondly investigate the connection between the nursing competence and accuracy in triage.
  Method: Data collection was performed with a systematic literature review using MeSH words in PubMed, the search aimed at studies in English from 2009 – 2019. A PRISMA flowchart was used to analyze resources. Quality assessment of resources was performed using a critical appraisal checklist from the Joanna Briggs Institute.
  Results: A total of 17 research articles met the inclusion criteria, 13 research articles showed differences in length of stay between differently structured triage systems. Four articles met the inclusion criteria for the association between competencies of nurses and accuracy on decision making in triage. Comprehensive triage system alone was often not able to cover patient flow appropriately. Interventions before, in or after triage had an effect and improved the flow so the patient was able to move quicker to appropriate process that suits the acuity of illness. In this way, the patient‘s length of stay could be reduced, which can have a positive effect on their outcome. When the relationship between competence and accuracy of nurses in triage was investigated, job experience and education had limited effect. Regular review of procedures had a positive effect on the accuracy in decision making in triage.
  Conclusion: Interventions before, in or after triage seem to shorten the length of stay for patients in the emergency department. It is important to give enough time for the implementation of new processes. In spite of increased experience and education for nurses in triage, it is not evident that it leads to more accuracy in decision making. In this context, it is important to look at the triage protocol as a vital part of assessing the acuity of illness in a reliable way.
  Keywords: Triage, triage systems, crowding, length of stay, nurses, competence

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forgangsröðun og hæfni hjúkrunarfræðinga.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf397.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF