is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33213

Titill: 
 • Lífsbreytingar erlendra foreldra í barneignarferli. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Immigrants and transition to parenthood
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Lífsbreytingar eru hluti af lífsferli allra einstaklinga og það að verða foreldri er talin ein stærsta lífsbreyting sem fólk gengur í gegnum. Erlendir foreldrar eru því til viðbótar að takast á við aðra afar áhrifamikla lífsbreytingu, það er að vera í nýju landi þar sem aðstæður geta verið aðrar en þeir eiga að venjast í sínu heimalandi. Innflytjendum á Íslandi fer ört fjölgandi og stór hluti þeirra er á barneignaraldri. Töluvert er af rannsóknum sem benda til þess að áskoranir erlendra foreldra séu aðrar en innfæddra foreldra og því mikilvægt að skoða þeirra aðstæður betur.
  Tilgangur: Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða rannsóknir sem varpa ljósi á þætti sem geta verið styðjandi eða hindrandi í aðlögun erlendra foreldra að foreldrahlutverki. Stuðst er við kenningu og hugmyndalíkan Afaf Ibrahim Meleis um lífsbreytingar við uppsetningu ritgerðarinnar. Markmiðið var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  • Hverjar eru helstu áskoranir erlendra foreldra í aðlögun að foreldrahlutverkinu?
  • Hvaða þættir eru hindrandi og hvaða þættir eru styðjandi í aðlögun erlendra foreldra að foreldrahlutverkinu?
  • Hvernig þjónusta býðst erlendum foreldrum í mæðra- og ungabarnavernd á Íslandi?
  Aðferðir: Verkefnið er fræðileg samantekt. Gagnaöflun og heimildaleit fór fram í fræðibókum sem og gagnasöfnunum PubMed, Web of Science, Scopus og Cinahl.
  Niðurstöður: Erlendir foreldrar glíma við aðrar áskoranir en innfæddir foreldrar. Þar má nefna tungumálaörðugleika, vanþekkingu á heilbrigðiskerfinu og úrræðum sem í boði eru. Þá er ljóst að menningarmunur getur haft mikil áhrif sem og fordómar eða mismunun. Innflytjendur eru líklegri til að búa við minni og annars konar stuðning. Góð og fagleg túlkaþjónusta er grundvöllurinn að því að margir innflytjendur geti þegið þá þjónustu sem í boði er. Erlendir foreldrar þurfa á aðstoð að halda við að rata innan heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingar eru í kjöraðstæðum til að veita erlendum foreldrum upplýsingar sem og stuðning. Þeir þurfa að tileinka sér menningarhæfni, þekkja eigin fordóma og koma fram við innflytjendur af virðingu svo hægt sé að veita þeim þjónustu við hæfi.
  Ályktanir: Erlendum foreldrum á Íslandi býðst samskonar þjónusta og innfæddum. Þó er ljóst að þessir tveir hópar takast ekki á við sömu hluti eða áskoranir. Innflytjendur eru margbreytilegur hópur og frekari rannsókna er þörf, sérstaklega á erlendum feðrum. Þá væri einnig gott að fá rannsóknir á málefnum erlendra foreldra hér á landi, bæði megindlegar og eigindlegar, til að átta sig betur á þeim hindrandi og styðjandi þáttum sem hafa áhrif á aðlögun erlendra foreldra að foreldrahlutverki.
  Lykilorð: Lífsbreytingar, aðlögun að foreldrahlutverki, foreldrar, innflytjendur, flutningur, barneignarferli, ung- og smábarnavernd, menningarmunur, tungumálaörðugleikar, túlkur.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Transitions are a natural part of all individuals lives and becoming a parent is considered one of the largest ones. Foreign parents are there for also facing another vital transition while starting a life in another country. The number of immigrants in Iceland is constantly rising and a large part of them are on a childbearing age. Research shows that foreign parents face different challenges than native parents and that it is therefore important to investigate their challenges even further.
  Purpose: The aim of this literary review is to review researches that shine a light on factors that can facilitate or inhibit a healthy transition for foreign parents while adapting to parenthood. The transition theory by Afaf Ibrahim Meleis was used to structure this study. The goal was to answer the following questions
  • What are the main challenges of foreign parents while adapting to parenthood?
  • What factors inhibit and what factors facilitate adjustment to parenthood for foreign parents?
  • What maternity services are available for foreign parents in Iceland?
  Methood: This is a literature review. Data and resources were found in academic books and databases such as PubMed, Web of Science, Scopus and Cinahl.
  Results: Foreign parents face different challenges compared to native parents. These challenges include language difficulties, lack of understanding of the health care system and the services it provides. It is also clear that cultural differences can have a great impact along with discrimination and prejudice. Less and different support is also a factor. Professional translation services is a key factor for many immigrants to be able to seek the services available. Foreign parents need assistance to be able to navigate through the health care system. Nurses are in a key position to assist foreign parents, support them and provide information. They have to understand different cultures, know their own prejudice and treat immigrants with respect so they can give the best possible care.
  Conclusion: Foreign parents in Iceland are offered similar services as the natives. But it is clear that these two groups do not face the same challenges. Immigrants are a diverse group and further studies are needed, especially in regards to foreign fathers. It would also be effective to have research on foreign parent matters in Iceland, both quantitative and qualitative, to be able to detect both factors that inhibit and facilitate a healthy transition to parenthood for foreign parents in Iceland.
  Key words: Transition, transition to parenthood, parenthood, immigrant, immigration, postpartum, maternity care, cultural differences, language barriers, interpreter.

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífsbreytingar erlendra foreldra, lokaritgerðin.pdf872.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing, elín og lára.pdf419.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF