is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33217

Titill: 
 • Verkir við brjóstagjöf: Orsakir, meðferðir og mikilvægi stuðnings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kostir brjóstamjólkur og brjóstagjafar hafa lengi verið þekktir, en bæði móðir og barn njóta góðs af farsælli brjóstagjöf. En þetta ferli gengur ekki alltaf áfallalaust fyrir sig og mikill hluti mæðra upplifir vandamál í tengslum við brjóstagjöfina sem valda verkjum. Verkir geta haft í för með sér slæmar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu móður og orðið til þess að hún hættir brjóstagjöfinni fyrr en æskilegt er. Mikilvægi brjóstamjólkur og brjóstagjafar, bæði fyrir móður og barn, kemur fram í minnkuðum líkum á allskonar sjúkdómum og sýkingum, bæði krónískum og smitsjúkdómum. Einnig dregur farsæl brjóstagjöf úr líkum á fæðingarþunglyndi og eflir tengslamyndun móður og barns.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að taka saman helstu vandamál sem valda verkjum í brjóstagjöfinni, orsakir þeirra og meðferðir sem hafa gagnast. Mikilvægt er að komast að ástæðum verkja við brjóstagjöf þar sem verkir geta annars leitt til frekari vandamála eins og alvarlegra geirvörtu sára eða brjóstasýkinga.
  Reynsla kvenna af verkjum er misjöfn og það er mismunandi hverskonar aðstoð hentar hverri og hvert þær leita sér aðstoðar við vandamálum sem geta komið upp í tengslum við brjóstagjöfina. Mikilvægt er að þessar konur fái viðeigandi ráðgjöf og stuðning til að vinna í gegnum þessi vandamál og stuðla að farsælli brjóstagjöf. Í verkefninu er farið yfir þá þjónustu sem er í boði fyrir mæður hér á landi, hvaða þjónustu þær nýta sér helst og hvað gagnast þeim ásamt því að koma inn á hvaða ráðgjöf og fræðslu konur kjósa helst í tengslum við brjóstagjöf.
  Lykilorð: Brjóstagjöf, erfiðleikar, verkir, vandamál, hlutverk hjúkrunar, reynsla af, misheppnuð brjóstagjöf og brjóstagjafaráðgjafi.

 • Útdráttur er á ensku

  The benefit of breastfeeding and breastmilk has long been known, and both mother and baby benefit from a successful breastfeeding. But this process does not always go smoothly and the majority of mothers experience problems related to breastfeeding that causes pain. But pain can negatively affect both the physical and emotional health of mothers and cause her to cease breastfeeding earlier than expected. The importance of breastmilk and breastfeeding is seen in the decreased probability of all kinds of diseases and infections, both chronic and infectious diseases. A successful breastfeeding also reduces the likelihood of postpartum depression and strengthens the bond between mother and baby.
  The purpose of this theoretical summary is to compile the major problems that cause pain in breastfeeding, their causes and the treatments that work. It’s important to find the cause of pain during breastfeeding as pain can lead to further problems, like severe nipple wounds or infections of the breast.
  Women’s experience of pain varies as does the assistance that fits best for each woman and from whom they seek help with problems that may arise in connection with breastfeeding. It’s important that these women receive appropriate counseling and support to work through these problems to promote a successful breastfeeding. This paper reviews the services available for mothers in Iceland, what services they prefer to use and what works for them, as well as what advice and education women prefer in connection with breastfeeding.
  Keywords: “breastfeeding”, “difficulties”, “pain”, “problems”, “role of nursing”, “experience of”, “breastfeeding failure” og “breastfeeding counselor”/“lactation consultant/consultation”

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkir við brjóstagjöf - Yfirfarið loka.pdf419.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf239.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF