is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33218

Titill: 
 • Líkamshitastjórnun í kjölfar hjartastopps. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Targeted temperature management following cardiac arrest. A systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Líkamshitastjórnun er meðferð sem notuð er í kjölfar endurlífgunar vegna hjartastopps. Rannsóknir eru misvísandi um hvaða kjarnlíkamshita á að miða við. Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) mælir með að hjartastopps sjúklingar séu kældir niður í 32°C til 36°C. Líkamshitastjórnun hægir á efnaskiptahraða, minnkar súrefnisþörf líkamans og þannig minnkar skaða á miðtaugakerfi sjúklinga. Á Íslandi var líkamshitastjórnun í kjölfar hjartastopps hafin árið 2002 og hefur verið notuð kerfisbundið síðan.
  Tilgangurinn var að skoða nýjustu rannsóknir um líkamshitastjórnun sem meðferð í kjölfar hjartastopps og samþætta niðurstöður. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Er betri árangur hjá sjúklingum sem fá líkamshitastjórnunarmeðferð eftir hjartastopp? Við hvaða kjarnlíkamshita á að miða í líkamshitastjórnunarmeðferð? Hversu lengi á að nota líkamshitastjórnunarmeðferð eftir hjartastopp?
  Notast var við kerfisbundna heimildaleit í gagnabankanum Pubmed. Tilgangurinn var að leita að rannsóknum á líkamshitastjórnun í kjölfar hjartastopps utan sjúkrahúsa, á ensku á árabilinu 2009 til og með 2018. Notast var við PRISMA flæðirit við greiningu heimilda.
  Sjö rannsóknir stóðust skilyrði. Rannsóknirnar gáfu til kynna að líkamshitastjórnun sem meðferð eftir hjartastopp veitir betri taugafræðilega útkomu borið saman við þá sem ekki fá meðferðina. Rannsóknum bar ekki saman um við hvaða hitastig eigi að miða í líkamshitastjórnun. Fram kom að hærra eða lægra hitastig geta hentað ákveðnum undirhópum. Fáar heimildir fundust um hversu lengi eigi að nota líkamshitastjórnun í kjölfar hjartastopps en klínískar leiðbeiningar, frá Evrópska endurlífgunarráðinu, mæla með 24 klukkustunda líkamshitastjórnunarmeðferð.
  Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk þekki líkamshitastjórnunarmeðferð og ábendingar fyrir notkun hennar svo hægt sé að hefja meðferðina sem fyrst í kjölfar hjartastopps. Þörf er á frekari rannsóknum um við hvaða kjarnlíkamshitastig eigi að miða við og í hvað langan tíma eigi að nota meðferðina.
  Lykilorð: Líkamshitastjórnun, hjartastopp, endurlífgun, gjörgæsluhjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  Targeted temperature management is a treatment used following cardiac arrest. Studies are contradictory as to which core temperature should be targeted. The European Resuscitation Council (ERC) recommends that patients be cooled to 32°C – 36°C. Targeted temperature management lowers the metabolic rate and reduces the body's oxygen demand, thus limiting the damage to patients' central nervous system. In Iceland, targeted temperature management after cardiac arrest was initiated in 2002 and has been used systematically since.
  The purpose was to review the latest studies on targeted temperature management and integrate the results. An attempt was made to answer the following research questions: Is there a better result in patients receiving targeted temperature management after cardiac arrest? What core body temperature should be targeted in targeted temperature management? How long should targeted temperature management be used following cardiac arrest?
  A systematic search strategy was used with Pubmed database. The purpose of the search was to find research on targeted temperature management following cardiac arrest. in English from 2009 through 2018. PRISMA flow diagram was used for source analysis.
  Seven studies met the criteria. The studies indicated that targeted temperature management after cardiac arrest results in better neurological outcomes compared to those who do not receive the therapy. No consensus was found in the studies regarding what temperature should be targeted in targeted temperature management. It was stated that higher or lower temperatures may suit certain subgroups. Few sources were found on how long body temperature control should be used after cardiac arrest, but clinical guidelines from the European resuscitation committee recommend 24 hours of targeted temperature management.
  It is important that healthcare professionals know targeted temperature management and its indications of use so treatment can be started as soon as possible after cardiac arrest. Further research is required to answer which core temperature should be targeted and for how long the treatment should be used.

  Keywords: Targeted temperature management, cardiac arrest, resuscitation, critical care nursing.

Samþykkt: 
 • 24.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamshitastjórnun í kjölfar hjartastopps -s.pdf789.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf1.05 MBLokaðurYfirlýsingPDF