Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33220
Bakgrunnur: Liðskiptaaðgerðir eru algengar skurðaðgerðir framkvæmdar í því skyni að létta sársauka og minnka örorku. Aðgerðirnar eru oft vel heppnaðar og geta hjálpað einstaklingum að ná aftur fyrri virkni. Ábending fyrir liðskiptaaðgerð eru einkenni frá liðum sem hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði einstaklings, en þar má nefna verki, stífleika og skerta hreyfigetu. Liðskiptaaðgerð er meðferð sem er reynd þegar fyrri meðferðir og inngrip hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Við mat á heilsutengdum lífsgæðum er skoðað hvernig líkamlegt og andlegt heilbrigði hefur áhrif á almennt heilbrigði einstaklings. Mælingar á heilsutengdum lífsgæðum ákveðinna sjúklingahópa geta verið gagnleg tæki til að meta árangur inngripa, svo sem skurðaðgerða.
Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar er að skoða hvaða þættir hafa samband við sjálfsmetin heilsutengd lífsgæði sjúklinga sem gangast undir liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm.
Aðferðafræði: Heimilda var aflað í gegnum gagnasafnið PubMed og heimildaleitin fór einnig fram í bókum fyrri námskeiða við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og á heimasíðum viðurkenndra opinberra stofnana. Heimildaleit fór fram á tímabilinu 4. febrúar til 16. apríl 2019. Við heimildaleitina var stuðst við leitarorðin: Quality of life og Arthroplasty, Replacement, Hip eða Arthroplasty, Replacement, Knee. Yfirlýsing frá PRISMA var höfð til hliðsjónar við greiningu heimilda. Niðurstöður heimildaleitar voru flokkaðar út frá ákveðnum breytum.
Niðurstöður: Samtals 13 rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrði og voru teknar með í þessari fræðilegu heimildasamantekt. Í flestum tilvikum urðu heilsutengd lífsgæði betri en fyrir aðgerð. Algengustu áhrifabreyturnar í rannsóknunum voru virkni, fjölkvillar, sjálfsskynjun og væntingar. Þeir sem voru með: líkamsþyngdarstuðul yfir 25 kg/m2, fimm eða fleiri fjölkvilla, mikla fjölkvillabyrði eða litla virkni voru með að meðaltali lægri útkomur á mælitækjum á heilsutengdum lífsgæðum fyrir aðgerð. Bæting á heilsutengdum lífsgæðum var hlutfallslega mikil meðal þessara hópa á útkomum eftir aðgerð en þeir voru með mesta svigrúmið til bætingar. Það að vera með fáa eða enga fjölkvilla, mikla virkni eða miklar væntingar tengdist hærri útkomum á metnum heilsutengdum lífsgæðum fyrir aðgerð en í flestum tilvikum var bæting meðal þessa hópa hlutfallslega lítil eftir aðgerð. Það er, ekki var mikil breyting til hins betra á heilsutengdum lífsgæðum eftir aðgerð.
Ályktun: Niðurstöður benda til þess að skurðaðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir hafa áhrif á heilsutengd lífsgæði þeirra sem undir þær aðgerðir gangast. Út frá niðurstöðum þeirra rannsókna sem fjallað var um í þessari samantekt var almenn ályktun höfunda að hjúkrunarfræðingar þurfi að hafa þekkingu á áhrifum heilbrigðisvandamála á heilsutengd lífsgæði.
Hagnýting fyrir hjúkrun: Niðurstöðurnar geta aðstoðað hjúkrunarfræðinga við að gera sér grein fyrir helstu áhrifaþáttum á heilsutengd lífsgæði og hvernig hægt er að nýta lífsgæðamælitæki til að sjá fyrir um mögulegar útkomur sjúklinga og bæta gæði hjúkrunar.
Lykilhugtök: Lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, liðskiptaaðgerðir, hné, mjöðm.
Background: Arthroplasty is a common surgical procedure that can relieve pain and reduce disability. These procedures are often very successful and can restore a person’s former physical function. Symptoms and factors that support the decision of arthroplasty surgery are joint pain, stiffness and restricted mobility, which can influence a person’s quality of life. Arthroplasty is considered when previous treatments have not shown desirable results. When assessing health-related quality of life, researchers must include measures of both physical and mental components that influence a person’s general health status. Measurements of health-related quality of life among particular patient groups can be a useful instrument to measure the success of medical interventions like surgeries.
Purpose and goal: The purpose of this systematic review is to examine which factors have a correlation to health-related quality of life among patients that underwent hip or knee arthroplasty surgery.
Methods: This systematic review was carried out in the database PubMed and in textbooks of former courses at the nursing program at the University of Iceland. The literature search also took place on official websites of accepted institutions. The search spanned from 4th of February until 16th of April 2019. The search words used in the data search were: quality of life, arthroplasty, replacement, hip or arthroplasty, replacement, knee. The PRISMA statement was used to describe the findings in the articles. Results were then sorted by certain variables.
Results: A total of 13 studies met the inclusion criteria and were included in this systematic review. In most cases, health-related quality improved after surgery. The most common predictor variables in the studies were function, co-morbidities, self-perception and expectations. Those who had: BMI over 25kg/m2, had five or more co-morbidities, high co-morbidity burden or low function before surgery had on average worse health-related quality of life outcomes. Health-related quality of life improvements were relatively high among those patient groups after surgery, because they had more room for improvement. Having few or no co-morbidities, high activity or high expectations was associated with higher health-related quality of life outcomes. In most cases, the improvement was relatively small after surgery among these patient groups. For them the change in health-related quality of life after surgery did not affect them significantly.
Conclusion: The findings indicate that surgeries, like arthroplasty affect the health-related quality of life of patients. Based on the results of our study, authors concluded that nurses need to have knowledge of the adverse effects that various health problems can have on perceived quality of life.
Implications for nursing: Results can be useful to assist nurses in recognizing the key influential factors of health-related quality of life and how to utilize patients reported outcomes measurements to change practice and promote potential outcomes and quality of nursing care.
Keywords: Quality of life, health-related quality of life, arthroplasty, joint replacement, knee, hip.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SMD_SMG_2019_BSRitgerð.pdf | 467.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
61369511_314412712793066_934494899749781504_n.jpg | 133.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |