is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33224

Titill: 
 • Meðferðarúrræði fyrir verðandi mæður í vímuefnavanda. Getum við gert betur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjöldi kvenna á barneignaraldri sem nota vímuefni hefur aukist síðustu ár. Vímuefni hafa skaðleg áhrif bæði á móður og fóstur. Miklu máli skiptir að halda vel utan um barnshafandi konur í vímuefnavanda bæði fyrir og eftir fæðingu til að stuðla að bestu mögulegu útkomunni fyrir móðir og barn. Konur í vímuefnavanda sækja sér síður aðstoð en karlar í sömu stöðu. Eins eru þær líklegri til að fara seinna í mæðravernd en þær barnshafandi konur sem eiga ekki í vandræðum með vímuefni. Þetta er áhyggjuefni og er mikilvægt að koma til móts við þessar konur með viðeigandi úrræðum.
  Úrræði og aðferðir sem nýttar eru hér á landi til að sinna konum í vímuefnavanda á meðgöngu og eftir fæðingu voru skoðaðar og bornar saman við það sem gert er erlendis. Markmiðið var að koma auga á það sem betur má fara varðandi meðferðarúrræði við þennan hóp hér á landi og hvernig hægt er að standa að þeim úrbótum. Meðferðaraðilar á höfuðborgarsvæðinu voru heimsóttir til að draga upp mynd af þeirri starfsemi sem er í boði. Fjallað var um áhrif vímuefna á fóstur og einstaklinga, vímuefnameðferð kvenna, meðferðarúrræði verðandi mæðra í vímuefnavanda og skimun fyrir vímuefnanotkun.
  Niðurstöðurnar voru þær að úrræðin hér á landi eru falin og brotakennd. Mæðravernd á Landspítala er í samræmi við það sem unnið er eftir annarsstaðar í hinum vestræna heimi og hefur gefið góða raun. Það er þó ekki nóg því betra utanumhald vantar eftir fæðingu og þjónustuna þarf að samþætta. Samþætt, aðgengileg og þverfagleg þjónusta er ákjósanlegust. Það má ekki gleyma að verðandi mæður í vímuefnavanda eiga, eins og aðrar verðandi mæður, skilið bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni, því þær eiga sama rétt til lífsgæða og aðrar konur.
  Lykilorð: Vímuefnanotkun, meðganga, meðferðarúrræði, konur

Samþykkt: 
 • 27.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - GJK og GED.pdf361.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - GJK og GED.pdf298.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF