is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33226

Titill: 
  • Mat á iPREP námskeiði mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar: Streitustjórnun til betri frammistöðu lögreglunnar við valdabeitingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lögreglan sinnir mjög fjölbreyttum verkefnum og mörg þeirra verkefna geta valdið mikilli streitu. Streitumiklar aðstæður geta leitt til verri frammistöðu og ákvörðunartöku lögreglu þegar kemur að því að beita valdi í starfi. Þegar lögregluþjónar upplifa mikla streitu í aðstæðum geta orðið mistök við valdbeitingu eins og t.d. að bregðast of harkalega við aðstæðunum. Í þessari rannsókn er ætlað að meta iPREP námskeið Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar á Íslandi sem felur í sér streitustjórnun þegar streita verður of mikil í aðstæðum í starfi lögreglu og kanna hvort aðferðir námskeiðsins sé í notkun í starfi. Þátttakendur í fyrri hluta rannsóknar voru 9 lögregluþjálfar að mæta í fyrsta skiptið á iPREP námskeið. Á námskeiðinu voru lögregluþjálfarnir settir í sviðsettar en raunhæfar aðstæður þar sem streitustjórnun námskeiðsins var þjálfuð. Teknar voru grunnmælingar fyrir námskeiðið og mælingar eftir námskeiðið. Jafnframt voru 13 lögregluþjálfar sem tóku þátt í könnun sem snéri að notkun iPREP aðferða í starfi. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var munur á grunnmælingum og eftirmælingum úr sviðsettum aðstæðum en úr könnun kom í ljós að þátttakendur virtust nota iPREP streitustjórnun í starfi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    Police officers need to attend to variety of assignments a, many of which can cause a great deal of stress. Stressful situations have been associated with police officer’s deficiency in performance and decision making when it comes to applying force or physical power. When the police experience high levels of stress in critical situations, mistakes in judgement can be made and police may react with too much force. The purpose of this research is to evaluate iPREP, a training program delivered for the Icelandic Centre for Police Training and Professional Development. The program involves teaching police instructors to apply stress management in critical situations where high levels of stress occur. Additionally, a questionnaire was made to see if police officers were using iPREP stress management in their line of work or not. Participants of the first half of the study were nine police instructors, all attending their first iPREP program. During the training program, police instructors were placed in simulated scenarios where they were supposed to implement proper stress management. Pre-tests were made before the program was taught and post-tests after the program. For the second half of the research, a questionnaire was sent to thirteen participants with questions regarding the use of iPREP techniques in their line of work. Results revealed that there was no difference between pre-test and post-test in the scenarios. The questionnaire, on the other hand, revealed that participants appeared to use iPREP techniques in their line of work.

Samþykkt: 
  • 27.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni,Elísa Eir.pdf578.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing Elísa Eir.pdf128.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF