is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33234

Titill: 
  • Titill er á ensku Characterisation of a Novel Isoform of ATG7
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsát er niðurbrotsferli sem tekur þátt í að viðhalda jafnvægi innan frumunnar. Hlutverk þess er að hreinsa umfrymið, til dæmis fjarlægja próteinkekki, lípíð eða skemmd frumulíffæri. Sjálfsátsbóla með tvöfalda himnu umlykur niðurbrotsefni og rennur saman við leysikorn þar sem niðurbrot fer fram. ATG7 er lykilprótein í myndun sjálfsátsbólunnar. ATG7 er E1-líkt ensím og er nauðsynlegt fyrir tengingu á fituhópum (e. lipidation) á LC3/GABARAP sem er mikilvægt fyrir myndun sjálfsátsbólunnar. E1-lík ensím eru nauðsynleg fyrir tengingu mismunandi hópa, t.d. fituhópa, á prótein. mRNA raðgreiningargögn hafa sýnt að ATG7 hefur þrjú ísóform; ATG7 (1), ATG7 (2) og ATG7 (3). ATG7 (2) vantar 27 amínósýru útröð á C-enda próteinsins. Útröðin er á skilum tvenndamyndunarsvæðis ATG7, sem gefur til kynna að tvenndarmyndun ATG7 (2) sé löskuð. Svæðið tekur þátt í myndun annars stigs byggingar svo það gæti haft áhrif á umbrot og leysanleika. Einnig skarast svæðið á við bindistað LC3/GABARAP við ATG7, en slík tenging er nauðsynlegt til að setja fituhóp á LC3. ATG7 (2) skortir því best þekkta hlutverk ATG7. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hlutverk ATG7 (2). Ég útbjó MEF Atg7 KO frumulínur þar sem hægt er að virkja tjáningu á ísóformum ATG7(1) og ATG7(2). Frumulínurnar voru notaðar til að skoða mismunandi prótein bindingu við ísóformin, byggt á massagreiningargögnum, og til að sjá hvort frumurnar sýni mismunandi svipgerðir.

Samþykkt: 
  • 27.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd.lokaskil.hildigunnur.22.05.2019.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
CCF25019.pdf312.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF