is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33238

Titill: 
 • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarnám 10 ára drengs með einhverfu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lestur er mikilvæg færni í hversdagslegu lífi og því mikilvægt að börn nái tökum á þeirri færni. Til þess að lesa þarf barn að geta þekkt og umskráð stafi í hljóð. Mörg börn með einhverfu glíma við lestrarvanda. Einhverfa er röskun sem tengist þroska barna. Rannsóknir hafa sýnt að börn með einhverfu eigi oft í erfiðleikum með lesskilning sem tengist þá helst umskráningu orða. Stýrð kennsla er raunprófuð kennsluaðferð sem gengur út frá því að öll börn geti lært ef réttri aðferð er beitt í kennslu. Farið er eftir ítarlegu handriti og eru kennslustundir hraðar og skipulagðar. Fimiþjálfun telst til raunprófaðra kennsluaðferða og er oft notuð samhliða stýrðri kennslu. Í fimiþjálfun eru notaðar mælingar sem nýtast vel til að meta framfarir nemenda og árangur kennsluaðferðarinnar sem notuð er í kennslu.
  Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif sjö vikna stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 10 ára drengs með einhverfu. Þátttakandi var talinn ólæs af foreldrum og kennurum áður en kennsla hófst og var búinn að vera í sérkennslu frá upphafi skólagöngu án árangurs. Niðurstöður sýndu að færni þátttakandans í að þekkja og hljóða lágstafi jókst um 22%. Við upphaf kunni þátttakandi að hljóða 10 lágstafi og í lok kennslu kunni hann að hljóða 17.
  Efnisorð:
  Lestur
  Gagnreynd kennsla
  Stýrð kennsla Engelmanns
  Fimiþjálfun
  Einhverfa
  Aukin færni

Samþykkt: 
 • 27.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif-stýrðrar-kennslu-Engelmanns-og-fimiþjálfunar-á-lestrarnám-10-ára-drengs-með-einhverfu.pdf471.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf160.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF