is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33245

Titill: 
  • WHODAS 2.0 : íslensk þýðing og prófun á mælifræðilegum eiginleikum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hugmyndafræði Alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) leggur áherslu á færni fólks í þeim aðstæðum sem það býr við. WHODAS 2.0 spurningalistinn var þróaður til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða undirliggjandi heilsufarsvanda.
    Markmið: Að þýða WHODAS 2.0 og rannsaka mælifræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.
    Aðferð: WHODAS 2.0 var þýtt úr ensku og bakþýtt. Þá var það lagt fyrir og rætt í rýnihópi fólks í endurhæfingu, sem leiddi til minniháttar breytinga á orðalagi og uppsetningu. Þýðingin var þá lögð fyrir tvo hópa. Fyrri hópurinn (n=81) samanstóð af fólki sem var að hefja endurhæfingu, þau svöruðu einnig SF-36v2 spurningalistanum. Í síðari hópnum (n=67) var fólk í viðhaldsþjálfun, sem glímdi við hjarta- eða lungnasjúkdóma. Þau svöruðu WHODAS 2.0 tvisvar sinnum með 2ja vikna millibili. Innri áreiðanleiki var prófaður með Cronbach‘s alfa, áreiðanleiki endurtekinna mælinga með innanflokksfylgnistuðli (ICC) og samtímaréttmæti við SF-36v2 var prófað með fylgnistuðli Spearman‘s.
    Niðurstöður: Innri áreiðanleiki (Cronbach‘s alfa) var á bilinu 0.83 – 0.98 fyrir mælitækið í heild og alla undirkvarða þess. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga (ICC) reyndist 0.77 – 0.94. Fylgni á milli WHODAS 2.0 og SF-36v2 var marktæk í 36 tilfellum af 48, eða milli allra þeirra undirflokka kvarðanna sem snéru að skyldum heilsutengdum þáttum (r = -0,25 til -0,7, p< 0,05).
    Umræður og ályktanir: Mælifræðilegir eiginleikar íslensku þýðingarinnar á WHODAS 2.0 eru góðir. Íslenska þýðingin er framlag til endurhæfingarþjónustu og rannsókna í endurhæfingu á Íslandi og auk þess opnast möguleikar á þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknum á færni og fötlun.
    Lykilorð: WHODAS 2.0, ICF, færni, fötlun, áreiðanleiki, réttmæti, þýðing, íslenska, SF-36v2

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The International Classification of Function, Disability and Health (ICF) accentuates the function of the individual in his ordinary surroundings. The WHODAS 2.0 questionnaire was developed to assess health status and disability across different cultures and settings in accordance with the ICF.
    Purpose: To translate WHODAS 2.0 into Icelandic and validate its psychometric properties.
    Methods: WHODAS 2.0 was translated into Icelandic and then back into English. It was then tested and discussed in a focus group with patients in rehabilitation, resulting in minor changes. The final version was then tested in two groups. One group of patients at admittance to rehabilitation (n =81), who also completed the SF-36v2 questionnaire, and a second group comprised of chronic heart- and lung patients in maintainance training (n = 67), who filled in the WHODAS 2.0 twice in a forthnight. Internal and test-retest reliability were tested by Cronbach´s alpha and intra class correlation (ICC) analysis, respectively. Concurrent valididity with the SF-36v2 was tested by the Spearman´s rho.
    Results: Cronbach’s alpha was 0.83 – 0.98 for the internal reliability of the total score and the subscales of WHODAS 2.0. ICC was 0.77 - 0.94. Spearman´s rho was significant in 36 of 48 bivariate comparisons, i.e. between all relevant subscales of the two instruments (r = -0,25 to -0,7; p< 0,05).
    Discussion and conclusions: The psychometric properties of the Icelandic translation of WHODAS 2.0 are good and it can now be used to assess health status and disability for people who speak Icelandic.
    Keywords: WHODAS 2.0, ICF, functioning, disability, reliability, validity, translation, Icelandic, SF-36v2.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30. apríl 2025
Samþykkt: 
  • 27.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
WHODAS 2.0 - íslensk þýðing og prófun á mælifræðilegum eiginleikum.pdf1.91 MBLokaður til...30.04.2025HeildartextiPDF