is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33247

Titill: 
  • Algengi áfalla, áfallastreituröskunar og þjónustunýtingar á meðal skjólstæðinga SÁÁ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Erlendar rannsóknir benda til að tíðni áfallastreituröskunar (ÁSR) hjá einstaklingum með áfengis- og vímuefna vanda sé hátt, eða u.þ.b. 50%. Talið er að samsláttur þessara raskana hafi áhrif á meðferðarárangur áfengis- og vímuefna meðferða. Áfengis- og vímuefna sjúkdómur er algengur vandi og hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Verulegur samfélagslegur kostnaður hlýst af áfengis- og vímuefna sjúkdómi sem má að hluta til rekja til aukinnar þjónustunýtingu á heilbrigðisstofnunum. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu okkar hér á landi um algengi áfalla og ÁSR hjá áfengis- og vímuefna sjúklingum. Með aukinni þekkingu má þróa markvissari aðferðir til að skima fyrir áfallasögu og einkenni ÁSR hjá áfengis- og vímuefna sjúklingum og efla þannig áfallamiðaða heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Kannað var algengi áfalla og einkenni ÁSR, þunglyndi, kvíða og streitu á meðal skjólstæðinga SÁÁ. Að auki var áfallamiðuð þjónustunýting í heilbrigðiskerfinu skoðuð. Þátttakendur voru 200 skjólstæðingar SÁÁ. Rannsóknin er þversniðsrannsókn og voru sjálfsmatskvarðar lagðir fyrir til að meta bakgrunnsþætti, áföll í æsku og á fullorðinsárum og einkenni ÁSR, kvíða, þunglyndi og streitu. Alvarleiki áfengis- og vímuefna sjúkdóms var einnig metinn ásamt þjónustunýtingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Helstu niðurstöður sýndu að 99% þátttakenda höfðu upplifað alvarlegt áfall á lífsleiðinni. Þá höfðu 81% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 55% upplifað kynferðisofbeldi. Niðurstöður bentu ennfremur til að 67% skjólstæðinga SÁÁ uppfylltu viðmið fyrir einkennum ÁSR (PCL-5 skor ≥33). Einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og alvarlegri áfengis- og vímuefna sjúkdóm var algengari á meðal þeirra sem uppfylltu viðmið fyrir ÁSR, samanborið við þá sem náðu ekki viðmiðum. Þjónustunýting var algeng meðal þeirra sem uppfylltu viðmið fyrir einkennum ÁSR (67-78%). Í samræmi við erlendar rannsóknir, benda niðurstöður til að áföll og ÁSR séu algeng á meðal þeirra sem þjást af áfengis- og vímuefna sjúkdómi og að samsláttur einkenna ÁSR og áfengis- og vímuefna sjúkdóms sé há. Mikil þörf er fyrir kerfisbundna skimun fyrir áfallasögu og einkenni ÁSR hjá áfengis- og vímuefna sjúklingum í heilbrigðisþjónustunni.
    Lykilorð: áföll, ÁSR, áfengis- og vímuefna sjúkdómur, samsláttur raskana, þjónustunýting.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_KliniskSalfr_23Mai_ElisabetOS.pdf673.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkemmanYfirlysing_mai2019.pdf206.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF