is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33249

Titill: 
  • Á faraldsfæti: Rannsókn á utanlandsferðum Íslendinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegri ferðamennsku hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og er ferðaþjónusta orðin ein stærsta atvinnugrein í heimi. Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á utanlandsferðir Íslendinga. Við höfum átt mikla möguleika til ferðalaga til annarra landa síðustu ár og eykst framboð ferða og fjölbreytileiki þeirra með hverju árinu. Markmið þessarar rannsóknar er að komast að ástæðum ferðalaga Íslendinga til útlanda, hvaða upplifun þeir sækjast eftir, hverjir eftirsóttustu áfangastaðir þeirra eru og hvað valdi vinsældum þeirra. Notast var við fyrirliggjandi gögn frá Ferðamálastofu um utanlandsferðir Íslendinga árið 2017 en einnig var megindleg rannsókn framkvæmd meðal grunnnema Háskóla Íslands um utanlandsferðir þeirra síðastliðin tvö ár. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar eru ekki svo frábrugðnir öðrum Norður-Evrópu þjóðum og ferðast þeir mikið og víða. Lönd í Vestur-Evrópu voru mest heimsótt af Íslendingum. Borgarferðir voru vinsælustu ferðirnar og sólarlandaferðir fylgdu fast á eftir meðal Íslendinga. Við val á áfangastað var sterk tenging á milli sólarlandaferða og veðurfars annars vegar, og borgarferða og menningar hins vegar. Þá kom í ljós að ólíkt fræðasvið nemenda gaf til kynna mismunandi áhugasvið en kyn og aldur einstaklinga hafði einnig áhrif. Skemmtun, tilbreyting og slökun voru ríkjandi ástæður fyrir ferðalögum en áberandi fáir einstaklingar ferðuðust í leit að sanngildi.

  • Útdráttur er á ensku

    International tourism has been increasing in the last years and tourism has become one of the largest industries in the world. This research focuses on Icelanders and their journeys abroad. In the last few years we have had number of good options to travel to other countries, and supply of journeys and differentiation has been increasing more each year. The goal of this research is to analyse what incentives lay behind travels among Icelanders, what experiences they seek on their journeys and which destinations are most popular and why. Data from research that the Icelandic Tourist Board published, about trips abroad among Icelanders 2017 was used in this research. A qualitative research was also made among undergraduate students that studied at University of Iceland, about their journeys abroad in the last two years. The results from the research revealed that Icelanders are similar to other tourists from Northern-Europe and they travel a lot and to many different places. Countries in Western-Europe were the most popular among Icelanders. Taking trips to cities were the most popular but sun holiday tours were not far behind in popularity among Icelanders. When choosing a destination, a strong bond was between sun holiday tours and climate on one hand, and between trips to cities and culture on the other hand. The results revealed that different field suggested different interests, but gender and age also affected. Having fun, taking a break and relaxing were the dominant reasons for their journeys but noticeable few individuals travelled for seeking authenticity.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Svava Heiðarsdóttir.pdf452.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf418.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF