is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33259

Titill: 
  • Trúir þú á álfasögur? Sjálfsmynd Íslendinga í gegnum álfa og huldufólk og birtingarmynd þeirra í ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Álfar og huldufólk hafa lengi verið hluti af ferðaþjónustu á Íslandi. Sögur af þessum menningararfi Íslendinga hafa títt orðið umtalsefni þegar leiðsögumenn fræða ferðamenn um náttúru Íslands á ferðalögum um landið. Við aukna eftirspurn hafa sprottið upp afþreying sem eru tileinkaðar álfum og huldufólki og sambandi þeirra við manninn. Sjálfsmynd Íslendinga er lituð af þessum sögusögnum enda hafa þær verið stór hluti af menningu okkar. Enn þann dag í dag móta þær landslag Íslands. Samkvæmt könnun á vegum Háskóla Íslands sem gerð var árin 2006-2007 kom í ljós að stór hluti landsmanna trúir á möguleikann á tilveru álfa og huldufólks, sem telst einstakt miðað við aðrar vestrænar þjóðir. Markmið þessarar rannsóknar er að ræða mikilvægi þess að varðveita þjóðsögur af álfum og huldufólki. Notaðar voru fræðilegar kenningar við gerð rannsóknar ásamt því eigindlegri viðtalsrannsókn. Voru viðmælendur valdir út frá tengingu við íslenskan menningararf tengdan álfum og huldufólki í starfi?. Niðurstöður sýna að ferðaþjónustan getur verið góður vettvangur til að efla þennan þjóðararf eins og gert hefur verið í Írlandi og Skotlandi. En þrátt fyrir áhuga erlendra fjölmiðla á þessum afþreyingarmöguleikum vantar meira markaðsstarf á Íslandi til að kynna þennan menningararf Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Ottesen yfirlýsing.pdf47.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Katrín Ottesen. Trúir þú á álfasögur.pdf628.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna