is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33260

Titill: 
  • Hvernig meðferð hefur fólk með endurtekið þunglyndi sótt sér?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þunglyndi getur verið þrálát geðröskun með hárri tíðni endurkomu lota. Samkvæmt árangursrannsóknum og klínískum leiðbeiningum er hugræn artferlismeðferð (HAM) og lyfjameðferð kjörmeðferðir við þunglyndi. Meðferð við þunglyndi hefur tiltölulega lítið verið rannsökuð hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig meðferð fólk með endurtekið þunglyndi hefur sótt sér, og var sjónum beint sérstaklega að HAM. Aðferð: Þátttakendur voru 111 einstaklingar úr almennu þýði sem annað hvort höfðu fyrri sögu um þunglyndi (n=63) eða enga sögu um slíkt (n=48). Meðferðarsöguviðtal var tekið við þá um yfirstandandi og fyrri geðræna og sálfræðilega meðferðarsögu. Niðurstöður: Rannsókn þessi sýnir að ekki leiti sér allir aðstoðar við þunglyndi þrátt fyrir endurteknar lotur. Einungis helmingur þeirra sem leituðu sér aðstoðar fengu HAM. Tímalengd veittrar HAM-meðferðar var helmingi styttri en mælt er með og voru vísbendingar um að innihaldi meðferðar væri stundum ábótavant. HAM-hópmeðferð innihélt flesta þætti hefðbundinnar meðferðar, að undanskildri kortlagningu, sem frekar var að fá í einstaklingsmeðferð. Einstaklingsmeðferð virtist undirbúa fólk betur til að takast á við aðstæður þegar líðan versnar eftir að meðferð lýkur. Þátttakendur voru almennt jákvæðari í garð sálfræðimeðferðar en lyfjameðferðar. Umræða: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að innihald og umfang þeirrar HAM meðferðar sem fólk með endurtekið þunglyndi hefur sótt sér hér á landi, getur vikið nokkuð frá viðmiðum klínískra leiðbeininga um kjörmeðferð við þunglyndi. Þörf er á frekari rannsóknum á aðgengi fólks að og gæðum þunglyndismeðferðar á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig meðferð hefur fólk með endurtekið þunglyndi sótt sér?.pdf540.83 kBLokaður til...31.05.2024HeildartextiPDF
Doc May 28 2019.pdf456.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF