is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33261

Titill: 
 • Samanburður á mótefnasvari hesta eftir bólusetningu í eitla eða undir húð
 • Titill er á ensku Comparison of antibody response after vaccination of horses lymphatically or subcutaneously
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sumarexem í hrossum er ofnæmi á Th2 braut ónæmissvars með framleiðslu á IgE mótefnum. Ofnæmið er gegn próteinum úr munnvatnskirtlum smámýstegunda af ættkvíslinni Culicoides. Á Íslandi er ekki smámý sem bítur hross og hestar fá ekki exemið hér, en allt að 50% útflutningshrossa fá sumarexem innan fárra ára ef þau eru útsettir fyrir flugunni. Sumarexem einkennist af þrálátri húðbólgu og kláða, vanlíðan hestanna og vanda fyrir hrossaútflutning frá Íslandi.
  Verkefnið er hluti af stærra verkefni á Keldum þar sem verið er að þróa ofnæmisvakasérhæfða meðferð gegn sumarexemi til að hægt sé að bólusetja hesta fyrir útflutning. Meðferðin felst í því að stýra ónæmissvari gegn ofnæmisvökunum inn á Th1 braut og efla T-stjórnfrumur þannig að hestarnir svari ofnæmisvökunum á Th1 braut þegar flugan bítur og bæli Th2 svörun.
  Sýnt hefur verið að sprautun í eitla með sérhönnuðum ofnæmisvökum í ónæmisglæði gefi öflugt Th1 ónæmissvar en sú aðferð er erfið í framkvæmd. Markmið þessa verkefnis var að bera saman heildar IgG, IgG4/7 og IgG5 mótefnasvörun 12 hesta sem bólusettir voru með sérhönnuðum ofnæmisvökum í ónæmisglæði, í eitla annarssvegar og undir húð hinsvegar. IgG undirflokkar geta gefið vísbendingu um braut ónæmissvars þar sem IgG4/7 getur hindrað IgE bindingu en IgG5 er tengt ofnæmi. Hreinsaður var einn ofnæmisvaki úr skordýrafrumum, Culn4, og sermi prófuð í þynningum í ELISA til að athuga hvort marktækur munur væri á svörun hópanna.Ekki var marktækur munur á IgG mótefnasvörun hesta eftir sprautunaraðferð, sem gefur vísbendingar um að hægt væri að bólusetja undir húð í stað þess að sprauta í eitil.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarmiðstöð Íslands
Samþykkt: 
 • 28.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_HolmfridurK.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.PDF28.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF