is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33263

Titill: 
  • Titill er á ensku Development of vitamin D gummy supplements and their shelf-life
  • Þróun á D-vítamínbættum gúmmíböngsum og geymsluþol þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vegna lítillar sólarljóss hér á landi eru Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem að þurfa að innbyrða D vítamín í formi fæðubótar. Samkvæmt nýlegustu könnun ná flestir Íslendingar ekki að uppfylla ráðlagðan dagskammt af vítamíninu þrátt fyrir að taka lýsi og venjulegar D-vítamín töflur. Það væri því hugsanlegt að D-vítamínbættir gúmmíbangsar gætu hjálpað til við það. Enda eru þeir bragðgóðir og gætu einnig verið góð lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja töflum. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa D-vítamín gúmmíbangsa og skoða geymsluþol þeirra yfir 14 vikna tímabil. Áhrif fjögurra innihaldsefna gúmmíbangsanna (gelatín, agar, gulrótarsafi og jarðaberjasafi) voru skoðuð með tilliti til áferðar, litar, D-vítamín virknis og skynmats, sem voru jafnframt geymsluþolsþættirnir.
    Tilraunahögun var notuð til þess að finna hina fullkomnu uppskrift. Lokaútgáfurnar urðu fjórar gerðir af gúmmíböngsum: Gulrótar agar, jarðaberja agar, gulrótar gelatín og jarðaberja gelatín. Mælingar á geymsluþoli hófust svo beint eftir framleiðslu og voru gúmmíbangsarnir geymdir í lokuðum plastílátum við stofuhita.
    Niðurstöðurnar sýna að D-vítamín virknin í gelatín böngsunum var til staðar í amk fimm vikur á meðan að vítamín virknin í agar böngsunum fór strax að dvína. Þegar að leið á tímann, urðu agar bangsarnir klístraðri, á meðan að gelatín bangsarnir urðu stífari og seigari. Allir gúmmíbangsarnir nema gulróta agar urðu dekkri eftir því sem leið á tímann og rauði og guli liturinn í öllum hlaupunum dofnaði í þeim öllum. Skynmatsdómurunum þótti liturinn á jarðaberja agar böngsunum versna með tímanum.
    Þegar litið er á geymsluþol hlaupbangsanna er það frekar stutt ef horft er til virknis D- vítamínsins í þeim. Það eru litlar sem engar rannsóknir til um hvernig virkni vítamína gæti varðveist lengur í gúmmíböngsum. Kæling, húðun, breyttar umbúðir og/eða önnur innihaldsefni er allt dæmi um þætti sem gætu hugsanlega varðveitt vítamín í gúmmíböngsum, en þörf er á frekari rannsóknum á því sviði.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelanders are among the world’s inhabitants that need to take vitamin D as a supplement due to lack of sunlight. However, they fail to meet the recommended daily intake of the vitamin in spite of taking cod liver oil or regular vitamin tablets. One of possible solutions to this problem could be gummy supplementation. They are tasty, they help cater “pill fatigue” and could also be a good solution for those who have pill-swallowing problems. The aim of this study was to develop vitamin D gummy supplements and study their shelf life over 14 weeks time period. The effects of four ingredients in the gummies (gelatin, agar, carrot juice and strawberry juice) were examined for texture, color, vitamin D activity and sensory evaluation which were the shelf-life parameters.
    Experimental designs were used to determine the recipe of the gummies. The final products consisted of four gummies: Carrot agar, strawberry agar, carrot gelatin and strawberry gelatin. Shelf-life measurements began right after production and the gummies were stored in a plastic container at ambient temperature.
    The results showed that gelatin gummies were able to hold vitamin D for at least five weeks while the vitamin in the agar gummies started to decrease right away. Over time, the agar gummies got stickier, while the gelatin gummies got firmer and tougher. All gummies except carrot agar darkened over time and the red and yellow color in all of the gummies decreased. The color of strawberry agar was less attractive at the end of the time period.
    The overall shelf-life of the gummies was rather short when looking at the vitamin D activity. There are little or no studies about how vitamin activity in gummy supplements can be improved. Refrigeration, coating, other packaging and/or other ingredients are examples of factors that could possibly preserve vitamins in gummy supplements but further research in this field is needed.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_Vitamin_D_gummy_supplements_Kaja_FINAL.pdf4.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Kaja1.pdf216.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF