is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33264

Titill: 
  • Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum: Viðhorf og umhverfisáhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikil vöntun er á rannsóknum á sviði ferðamálafræða hvað varðar umhverfisáhrif sem kunna að eiga sér stað á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stendur yfir. Með þessari ritgerð er ætlunin að vekja athygli á umhverfisáhrifum í Herjólfsdal sem er einnig viðfangsefni ritgerðarinnar. Hamingja, ást og gleði er lýsandi fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Markmið þessarar rannsóknar er að fá skilning á upplifun þeirra sem sækja hátíðina sem og þeirra sem búsettir eru í Vestmannaeyjum hvað varðar umhverfisáhrif sem hátíðin gæti haft í för með sér. Framkvæmd var rannsókn með könnunarraðsniði þar sem tekin voru fjögur viðtöl, tvö við heimamenn annars vegar og tvö við gesti hins vegar. Niðurstöður leiddu í ljós að umhverfisáhrif eru ekki ofarlega í huga heimamanna né gesta. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum snýst fyrst og fremst um að vera umvafin/n sínum nánustu og skapa minningar. Spurningakönnun ætluð gestum var send út á Facebook-síðum höfunda og inn á Facebook-síðuna Heimaklettur fyrir heimamenn. Niðurstöður leiddu í ljós að langflestir heimamenn telja hátíðina vera fjölskylduhátíð. Þjóðhátíðarlögin skipa stóran sess í upplifun af hátíðinni að mati gesta og heimamanna. Eyjamenn eru töluvert neikvæðari fyrir þeirri hugmynd að auka umfjöllun um umhverfsáhrif í Herjólfsdal. Mikil spenna ríkir meðal gesta og heimamanna þegar hátíðin gengur í garð ár hvert en gott væri að finna lausn á þeim umhverfisáhrifum sem hátíðin hefur í för með sér. Flestir þátttakendur rannsóknarinnar leita að ruslatunnum á svæðinu og stuðla þar með að betri umgengni í Herjólfsdal.

  • Útdráttur er á ensku

    There is a lack of research in the field of tourism in terms of environmental effects that may occur during the National Festival in the Westman Islands. The purpose of this thesis is to draw attention to the environmental impact in Herjólfsdalur, which is also the subject of the thesis. Happiness, love and gathering are descriptive of the National Festival in the Westman Islands, but the aim of this study is to gain an understanding of the experience of those who attend the festival as well as those who live in the Westman Islands in terms of environmental impact. Implementation was a survey section using four interviews with local residents and visitors. The results revealed that environmental impacts are not high in the minds of local people or visitors. A national festival in the Westman Islands is primarily about being surrounded by their closest and creating memories. A questionnaire intended for guests was sent out to a Facebook group called Þjóðhátíð í Eyjum and Vestmannaeyjabær for locals. 
The results revealed that by far the majority of locals consider the festival to be a family celebration. The National Holidays Act creates a great place in the experience of the festival in the opinion of guests and the worlds. The locals are considerably more negative for the idea of ​​increasing the discussion on the environmental impact in Herjólfsdalur. Most participants of the study are looking for trash cans in the area. There is a lot of excitement among visitors and locals when the festival takes place every year, but it would be good to find a solution to more environmentally friendly entertainment.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum- Viðhorf og umhverfisáhrif.pdf1.92 MBLokaður til...01.11.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing-Kristín og Þorgerður.pdf44.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF