is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33266

Titill: 
  • Einkenni depurðar, kvíða og áhættuhegðunar í 6. og 7. bekk og tengsl við námsárangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að enginn kynjamunur er á depurðareinkennum barna fyrir kynþroskaskeið. Í kjölfar kynþroskaskeiðs breytist margt og fara stúlkur að upplifa fleiri einkenni en drengir. Stúlkur upplifa einnig fleiri einkenni kvíða. Drengir eru þó líklegri til að taka þátt í áhættutengdri hegðun en stúlkur. Rannsóknir hafa sýnt að allir þessir þættir, kvíði, depurð og áhættuhegðun, eru í neikvæðum tengslum við árangur í námi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða birtingarmynd kvíða- og depurðareinkenna ásamt áhættuhegðun hjá börnum í 6. og 7. bekk. Einnig var skoðaður hvort kynjamunur væri á þessum þremur þáttum milli ára. Að lokum voru möguleg áhrif kvíða, depurðar og áhættuhegðunar í 6. bekk á frammistöðu í samræmduprófunum í 7. bekk skoðuð. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með klasaúrtaki, 503 nemendur úr 24 bekkjum í átta skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þátttakendur voru nemendur úr 6. og 7. bekk skólanna og svöruðu þeir þremur spurningalistum sem mældu einkenni kvíða, depurðar og áhættuhegðunar. Ásamt því var frammistaða þeirra í námi metin út frá árangri þeirra á samræmduprófunum í 7. bekk. Niðurstöður sýndu að einkenni depurðar minnka frá 6. bekk yfir í 7. bekk hjá nemendum, á meðan enginn munur var á kvíðaeinkennum og áhættuhegðun barnanna milli ára. Í 6 bekk var enginn kynjamunur á upplifunum kvíðaeinkenna, en stúlkur fóru í meira mæli en drengir að upplifa einkenni kvíða í 7. bekk. Enginn kynjamunur var á depurðareinkennum barna í bæði 6. og 7. bekk. Drengir voru hins vegar gjarnari en stúlkur til að stunda áhættutengda hegðun í 6. og 7. bekk. Saman höfðu einkenni kvíða og depurðar áhrif á námsárangur í bæði stærðfræði og íslensku. Einkenni kvíða ein og sér, höfðu einungis áhrif á árangur í stærðfræði. Áhættuhegðun hafði aftur á móti áhrif á námsárangur í bæði íslensku og stærðfræði.

Samþykkt: 
  • 28.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil (15. maí).pdf385.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf102.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF