is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33268

Titill: 
 • Gagnsemi s-tryptasa mælinga á bráðamóttöku 2011 - 2018
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Bráðaofnæmiskast er nokkuð auðvelt í greiningu í dæmigerðum tilfellum en getur valdið mörgum ólíkum einkennum. Til viðbótar við klíníska greiningu með sögutöku og skoðun læknis hefur verið sýnt fram á að hjá einstaklingum með óljós eða ódæmigerð einkenni sem mögulega eru vegna bráðaofnæmiskasts getur mæling á s-tryptasa verið gagnleg einkum ef mæling er tekin innan ákveðinni tímamarka. Einnig nýtist mæling á s-tryptasa til að greina sjúkdóminn mastfrumnager. Byrjað var að kynna s-tryptasa mælingar á bráðadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) árið 2012 en nýjar klínískar leiðbeiningar voru kynntar í byrjun árs 2018. Ekki hefur verið metið hversu oft slíkar mælingar eru gerðar eða hver gagnsemi þeirra hefur reynst vera.
  Markmið: Að athuga tíðni s-tryptasa mælinga á bráðamóttöku LSH og meta gagnsemi þeirra með tilliti til greiningar á bráðaofnæmiskasti og mastfrumnageri. Einnig er markmið rannsóknarinnar að skoða uppvinnslu sjúklinga með ofnæmiseinkenni hvað varðar nákvæmni skráningar einkenna, meðferð á bráðamóttöku, ávísanir lyfja við útskrift, tilvísanir til ofnæmislækna og frekari afdrif.
  Aðferðir: Með leyfi Siðanefndar LSH voru skoðuð öll þau tilvik þar sem blóðsýni var sent frá bráðamóttöku til mælingar á s-tryptasa á ónæmisfræðideild á árunum 2011 – 2018. Upplýsinga var safnað úr sjúkraskrám LSH um uppvinnslu og meðferð á bráðamóttöku og afdrif og gagnagrunnur myndaður með Microsoft Excel. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd með Rstudio (útgáfa 1.1.463).
  Niðurstöður: Á tímabilinu voru alls 214 sýni send til tryptasa mælingar. Meðaltal sýna árin 2011-2017 var 22 +/- 7 en heildarfjöldi sýna 2018 voru 56 sýni. Tryptasi var hækkaður (>12 μg/L) í 36 tilvikum og var meðaltal tryptasagildis 8,7. Sýni sem tekin voru innan viðurkennds tímaramma voru 113. Konur mynduðu 61,2% hópsins er karlar 38,8%. Meðalaldur var 40,6 ár (spönn 11-88) og höfðu 152 einstaklingar fyrri ofnæmissögu. Í 28,0% tilfella voru einstaklingar með einkenni frá 1 líffærakerfi, 32,7% frá 2 kerfum, 25,7% frá 3 kerfum og 12,1% með einkenni frá 4 kerfum. Algengi einkenna eftir flokkum var eftirfarandi: húð- og slímhúðareinkenni – 86,4%, hjarta- og æðaeinkenni – 47,7%, öndunarfæraeinkenni – 49,5% og meltingarfæraeinkenni – 36,0%. Í 77 tilfellum (36,0%) var gefið adrenalín, andhistamín var gefið í 138 tilfellum og sterar voru gefnir í 175 tilfellum. Adrenalínpenna var ávísað í 52 tilfellum. Af þessum 214 tilfellum voru 126 sem komu í nánara mat ofnæmislæknis. Af þeim 126 tilfellum sem metin voru af ofnæmislækni voru 65 tilfelli (51,6%) metin sem bráðaofnæmisköst. Af þeim 65 tilfellum sem metin voru sem bráðaofnæmisköst voru 24 einstaklingar með hækkuð tryptasagildi. Næmni mælinga reyndist vera 40,91% (95% CI 26,34% - 56,75%) og sértæki vera 97,1% (95% CI 84,67% - 99,93%). Ekkert tilfelli leiddi til greiningar mastfrumnagers.
  Ályktun: Mælingar á s-tryptasa hjá sjúklingum á bráðamóttöku með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts virðist veita gagnlegar upplýsingar til greiningar sjúkdómsins. Bæta má skráningu á einkennum einstaklinga með mögulegt bráðaofnæmiskast. Innleiðsla nýrra leiðbeininga um greiningu og meðferð bráðaofnæmiskasts í byrjun árs 2018 virðist hafa leitt til fjölgunar á mælingum s-tryptasa. Mælingar á s-tryptasa á bráðamóttöku hafa ekki leitt til fjölgunar greininga á mastfrumnageri.

Samþykkt: 
 • 28.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karolina_Hansen_Gagnsemi_s-tryptasa_maelinga.pdf2.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 3.jpeg1.94 MBLokaðurYfirlýsingJPG