is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33281

Titill: 
  • Titill er á ensku Bryosphere food webs in Racomitrium lanuginosum mats and the effect of temperature
  • Fæðuvefir innan mosahjúps hraungambra (Racomitrium lanuginosum) og áhrif hitastigs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Mosses form important ecosystems for many organisms and these systems can be referred to as the bryosphere. Invertebrates form a food web within the bryosphere and facilitate the break down of detritus and therefore play a significant role in ecosystem nutrient cycling. Trophic cascades and top-down control are important elements in community dynamics and the effects of environmental changes on trophic cascades in food webs depend on which trophic level is most greatly affected. Global warming is a present danger and could have a drastic impact on current and future ecosystems. The objective of this experiment was to determine the effects of temperature on the meso- and microfauna associated with the moss Racomitrium lanuginosum and to analyse the structure and composition of the communities within the bryosphere. The experiment was carried out in the spring of 2019 but the samples were collected in November 2018 at Þingvellir, Iceland and stored at 4°C. Seven samples were collected and split in two, one half went into an 8°C chamber and the other into a 20°C chamber. After two months the samples were taken out of the chambers and divided into two segments, the green, photosynthetically active upper segment and the brown, decaying lower segment, to study the differences between them. The experiment demonstrated that increasing temperature does have an effect on some taxa but the effects were different and not equally strong on all of them. Protists and nematodes were significantly affected by temperature and both favour 20°C over 8°C while mites and collembolas (springtails) were negatively affected by increasing temperature. Increased temperature was negatively affecting the abundance of the top predators (mites, collembolas and tardigrades), and positively increasing the abundance of first-level predators (nematodes and rotifers), while the top predators were shown to have a direct negative impact on the abundance of the first-level predators, fungi and cyanobacteria. Increased abundance in the first-level predators had a negative effect on the abundance of cyanobacteria but a positive effect on the abundance of protists.

  • Mosar mynda mikilvæg vistkerfi fyrir margar lífverur og hægt er að kalla þessi kerfi mosahjúpinn. Hryggleysingjar innan mosahjúpsins spila mikilvægt hlutverk í næringarhringrásinni og þar með auðvelda þeir niðurbrotnu efni að komast aftur í næringarhringrás vistkerfisins. Fæðuþrepaskrið og toppstjórnun eru mikilvægir þættir í hreyfingarfræði samfélaga og áhrif umhverfisbreytinga á fæðuþrepaskrið í fæðuvefjum velta á því hvaða fæðuþrep verður fyrir mestum áhrifum. Hnattræn hlýnun er stórt vandamál sem við stöndum frammi fyrir og gæti haft gríðarlega mikil áhrif á núverandi og framtíðar vistkerfi. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða áhrif hitastigs á mesó- og míkrófánuna sem lifir í mosanum hraungambra (Racomitrium lanuginosum) og að greina byggingu og samsetningu þeirra samfélaga sem í honum búa. Rannsóknin var framkvæmd vorið 2019 en sýnasöfnun fór fram í byrjun nóvember árið 2018 á Þingvöllum. Sjö sýni voru tekin og geymd við 4°C. Við upphaf tilraunar var hverju sýni skipt í tvennt, einn helmingur fór í 8°C skáp og hinn fór í 20°C skáp. Eftir tvo mánuði voru sýnin tekin úr skápunum og þau klippt í tvo parta, í græna efri partinn og brúna neðri partinnn, til þess að rannsaka muninn á milli þeirra. Rannsókinin sýndi að aukið hitastig hefur áhrif á suma lífveruhópa en áhrifin voru mismunandi og ekki eins mikil á þá alla. Aukið hitastig hafði marktæk áhrif á fjölda frumdýra og þráðorma í mosanum, þar sem meira fannst af þeim í 20°C en í 8°C, en það hafði neikvæð áhrif á fjölda mítla og stökkmors. Aukið hitastig hafði neikvæð áhrif á fjölda topp-afræningja (mítlar, stökkmor og bessadýr) og jákvæð áhrif á fjölda fyrsta stigs afræningja (þráðormar og hjóldýr), á meðan topp-afræningjar höfðu neikvæð áhrif á fyrsta stigs afræningja, sveppi og blágrænar bakteríur. Aukinn fjöldi fyrsta stigs afræningja hafði neikvæð áhrif á fjölda blágrænna baktería en jákvæð áhrif á fjölda frumdýra.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS thesis.pdf932.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing.pdf686.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF